Sigurvegararnir, Róbert, Jon Olav, Jóhann og Erlingur

Róbert Lagerman vann Friðriksskákmótið 2026.

Vinaskákfélagið hélt glæsilegt skákmót á fæðingardag Friðriks Ólafssonar stórmeistara 26 janúar. Þetta er í 3ja sinn sem við höldum þetta mót.

Mótið var haldið í Vin Dagsetur á Hverfisgötu 47.

Glæsilegur farandbikar “Friðriksbikarinn”, fær sá sem vinnur nafn sitt skráð á hann.

Þetta skákmót hefur verið ákveðið að halda árlega héðan í frá á afmælisdegi Friðriks 26 janúar eða í kringum þann dag.

Alls mættu 9 skákmenn á mótið.

Skákdómari var Róbert Lagerman og mótstjóri var Hörður Jónasson.

Tefldar voru 6 umf., með 4 mín + 2 sek.

Björn Ívar Karlsson lék fyrsta leikinn hjá Róbert Lagerman á móti Herði Jónassyni. Björn hélt stutta ræðu áður en hann lék fyrsta leikinn, þar sem hann talaði um Friðrik Ólafsson.

Björn Ívar leikur fyrsta leikinn

Glæsileg verðlaun voru á mótinu.

T.d. voru bækur í verðlaun og stillt var upp fræg mynd af Friðriki í tilefni dagsins.

Verðlaunin

1. sæti varð Róbert Lagerman með 5,5 vinning.

2. sæti varð Jon Olav Fivelstad með 5 vinninga.

3. sæti varð svo Jóhann Valdimarsson með 4 vinninga.

50 ára og eldri var svo Erlingur Arnarson með 3,5 vinninga.

Stutt hlé var svo eftir 4 umferðir svo skákmenn gætu fengið sér kaffi og vöfflur.

Til að sjá úrslitin: Friðriksskákmót Vinaskákfélagsins 2026

Kveðja stjórn Vinaskákfélagsins.

Skrifa svar

Netfangið verður ekki notað í öðrum tilgangi.Fylla þarf út sérmerkta reiti *

*

x

Við mælum með

Róbert Lagerman sigraði á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins 2025.

Í dag mánudaginn 1 desember 2025 var jólaskákmót Vinaskákfélagsins haldið í Vin Dagsetur. Tefldur voru ...