Verðlaunahafarnir og varaforseti Vinaskákfélagsins

Örn Leo sigraði Alþjóða geðheilbrigðis skákmótið.

Alþjóða geðheilbrigðis skákmótið var haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12 fimmtudagskvöldið 12.október og hófst taflið klukkan 19.30. Þátttaka í mótinu er alltaf ókeypis.

Mótið er haldið til að vekja athygli á Alþjóða geðheilbrigðisdeginum, sem rímar vel við kjörorð skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Að mótinu standa Vinaskákfélagið og Taflfélag Reykjavíkur en félögin hafa átt afar ánægjulegt og gott samstarf undanfarin ár. Var þetta í 6 skiftið sem mótið er haldið og er þetta mót því árlegur viðburður.

Margt var um manninn eða 35 manns en það var skarð fyrir skildi að engin kona tók þátt í mótinu að þessu sinni og söknuðum við þeirra. Tefldar voru 9 umferðir með umhugsunartímanum 4+2 og var mótið reiknað til hraðskákstiga.

Verðlaun verða veitt fyrir þrjú efstu sætin. Einnig voru veitt verðlaun fyrir efstu konuna, efsta skákmanninn 60 ára og eldri, sem og efsta keppandann 16 ára eða yngri. Allir verðlaunahafar voru leystir út með verðlaunapeningi og bókaglaðningi. Sigurvegari mótsins fékk jafnframt bikar að launum. Sigurvegari mótsins í fyrra varð Vignir Vatnar Stefánsson.

Þar sem engin kona tók þátt í mótinu, þá var rætt um það hver ætti að skella sér í kjól og þykjast vera kona til að fá verðlaun.

Jón Úlfljótsson

Sigurvegari 60 ára og eldri varð Jón Úlfljótsson með 4,5 vinninga.

Alexander Oliver Mai

Sigurvegari 16 ára og yngri varð Alexander Oliver Mai með 6 vinninga.

Sigurvegari kvenna varð, jæja engin þorði að fara í kjólinn, svo við urðum að fella þau verðlaun niður. Þess má geta að þau verða veitt síðar í einhverju móti sem Vinaskákfélagið heldur.

Vigfús Vigfússon

Þriðju verðlaun hlaut Vigfús Vigfússon með 6,5 vinninga.

Bárður Örn Birkisson

Önnur verðlaun hlaut Bárður Örn Birkisson með 7 vinninga.

Örn Leo Jóhannsson

Fyrstu verðlaun hlaut Örn Leo Jóhannsson með 7 vinninga.

Sjá úrslitin hér: chess-results

Að lokum þakkar Vinaskákfélagið og Taflfélag Reykjavíkur fyrir gott mót og vonar að sjá ykkur öll aftur að ári.

x

Við mælum með

Alþjóðlega Geðheilbrigðisskákmótið 2024.

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert og hefur Vinaskákfélagið skipulagt þetta skákmót undanfarin ...