Forseti Vinaskákfélagsins að tafli á sumarmótinu 2016

Opna meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák.

Opna meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák verður haldið í Vin, Hverfisgötu 47 mánudaginn 17 júlí klukkan 13:00.

Tefldar verða 6 umferðir með 7 mínútur á skák. Eins og undanfarin sumur þá verður teflt bæði inni og úti ef veður leyfir.

Að hætti hússins þá verða veittar frábærar veitingar í hlé.

Skákstjóri verður Róbert Lagerman. Verðlaun verða með hefðbundum hætti, gull, silfur og bronze peningar og einnig verður í verðlaun eignarbikar til efsta manns í Vinaskákfélaginu.

Hægt verður að skrá sig á skákmótið á www.skak.is á gula kassann efst á síðunni. Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum. Mótið verður reiknað til stiga.

 

x

Við mælum með

Alþjóðlega Geðheilbrigðisskákmótið 2024.

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert og hefur Vinaskákfélagið skipulagt þetta skákmót undanfarin ...