Verðlaunahafar á skákmótinu á Aflagranda 40. 23 maí 2022

Ólafur Thorsson sigraði á skákmóti í Aflagranda 40.

Vinaskákfélagið hélt sitt fyrsta skákmót í samfélagshúsinu á Aflagranda 40.

Glæsilegt mót og frábær aðstaða fyrir skákmót. Við munum örrugglega halda þarna aftur skákmót.

Í dag 23 maí 2022 var þetta glæsilega skákmót haldið og það voru 15 manns sem kepptu.

Tefldur voru 7 umferðir með 4 + 2 mín., á klukkunni.

Forseti Vinaskákfélagsins Hörður Jónasson afhenti fyrir mótið starfsfólki samfélagshúsinu á Aflagranda 40, blómvönd í tilefni mótsins og hið góða viðmót sem félagar í Vinaskákfélaginu hafa fengið.

Starfsfólk á Aflagranda 40, ásamt Forseta Vinaskákfélagsins

Sigurvegari varð Ólafur B. Thorsson með 5,5 vinninga.

2 sæti varð Benedikt Þórisson með 5 vinninga.

3 sæti varð Gauti Páll Jónsson líka með 5 vinninga en lægri á stigum.

Vinaskákfélagið þakkar starfsfólki á Aflagranda 40 fyrir kaffi og vöfflur sem skákmenn gæddu sér á.

Frábært mót þar sem allir skemmtu sér vel.

Sjá úrslit mótsins hér: Skákmótið á Aflagranda 40

Kveðja, stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið á Íslandsmóti skákfélaga 2023-2024

Seinni hluti Íslandsmóti skákfélaga 2023-2024 var haldið helgina 2-3 mars 2024. Vinaskákfélagið var með 2 ...