Eitt af skemmtilegustu skámótum ársins var haldið fimmtudaginn 9 október, en þá var Alþjóða geðheilbrigðis skákmótið haldið með pomp og prakt. 25 skákmenn mættu til leiks og var hart barist.
Vinaskákfélagið hélt þetta mót lengi vel ì samvinnu við Taflfèlagið Helli, en síðari árin í samvinnu við Taflfélag Reykjavíkur.
Er þetta líklega 19 árið sem þetta mót er haldið.
Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið er haldið í tilefni þess að 10 október ár hvert er haldin Alþjóðlegi Geðheilbrigðis dagurinn.
Yfirdómari var Róbert Lagerman, en skákstjóri var Daði Ómarsson frá TR og skipuleggjandi var Hörður Jónasson.
Tefldar voru 9 umferðir með tímamörkunum 4 mín. + 2 sek.
Hlé var gert eftir 5 umf., og gátu menn þá fengið sér kaffi og meðlæti.
Sigurvegari var Magnús P. Örnólfsson en hann fékk 9 vinninga af 9 möguleikum.
Vinaskákfélagið vill þakka Skruddu bókaforlaginu sérstaklega fyrir þeirra þátt í að styrkja félagið með bókagjöfum.
Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins hélt smá ræðu í upphafi móts og lék fyrsta leikinn fyrir Þorsteinn Magnússon á móti Róbert Lagerman.
Eftirfarandi skákmenn fengu verðlaun:
- Sæti: Magnús P. Örnólfsson
- Sæti: Gauti Páll Jónsson
- Sæti: Róbert Lagerman
50 ára og eldri: Kristján Örn Elíasson
16 ára og yngri: Theodor Eiriksson
Hér er svo mynd af öllum verðlaunahöfunum
Öll úrslit er hægt að sjá hér: Alþjóðlega Geðheilbrigðisskákmótið 2025
Stjórn Vinaskákfélagsins vill svo þakka öllum sem tóku þátt bæði skákstjóra og keppendum.
Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.