Vinaskákfélagið heldur hið árlega jólaskákmót á Kleppi sem verður haldið miðvikudag 11.desember kl. 13.00. Mótið fer fram í hinum eina sanna samkomusal á Kleppi. Við lofum flottri jólastemmningu , heitu jólakaffi, girnilegu meðlæti, og glæsilegum vinningum (verðlaunapeningar og bókavinningar).
Mótið er liðakeppni ( þrír einstaklingar í liði ) Allar deildir bæði á Kleppi og á Landspítalanum, athvörf og búsetukjarnar geta tekið þátt. Ef vandræði er að smala saman í lið, þá er það engin fyrirstaða, hægt er búa til lið úr samsettum deildum, búsetukjörnum eða athvörfum, (oft eru liðin púsluð saman á mótstað)
Fyrst og fremst er að mæta, og taka jólaskapið með.
Tefldar verða 5 mínútna skákir.
Ef spurningar vakna er hægt að hafa samband við Hörð Jónasson sími 7774477 eða Róbert Lagerman sími 6969658.
Allir hjartanlega velkomnir, áhorfendur sem keppendur.
Kv. Stjórn Vinaskákfélagsins.
Vinaskákfélagið Við erum ein fjölskylda.