Mynd af Jólaskákmótinu í fyrra

Jólaskákmót Vinaskákfélagsins 2025.

Hið árlega Jólaskákmót Vinaskákfélagsins fer fram mánudaginn 1 desember í Vin Dagsetur, Hverfisgötu 47. Mótið hefst klukkan 13:00 stundvíslega.

Mótið er 6 umferðir með 7 mínútur á klukkuna.

Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.

Skákdómari verður Hörður Jónasson en mótstjóri er Róbert Lagerman.

Boðið verður upp á kaffi og meðlæti í Vin.

Glæsileg verðlaun verða í boði og vonast stjórn Vinaskákfélagsins að skákmenn fjölmenni á þetta glæsilega skákmót.

  1. Gull peningur + Skákbók + Konfektkassi.
  2. Silfur peningur + Skákbók + Konfektkassi.
  3. Brons peningur + Skákbók + Konfektkassi.

Aukaverðlaun er konfektkassi.

Allir velkomnir.

Hægt er að sjá hverjir hafi skráð sig hér: Jólaskákmót Vinaskákfélagsins 2025

Skráning er hér fyrir neðan.

Einnig hægt að skrá sig á staðnum.

Mætið tímanlega.

Kveðja stjórn Vinaskákfélagsins.

Jólaskákmót Vinaskákfélagsins 2025

Jólaskákmót Vinaskákfélagsins 2025

Nafn
Nafn
First Name
Last Name
x

Við mælum með

Vinaskákfélagið fær viðurkenningu frá FIDE

Í dag 7 júlí 2025, á hinu árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins, áður en mótið hófst, þá ...