Liðstjórar A,B og C sveitir fyrir Vinaskákfélagið

Íslandsmót skákfélaga 2016 – 2017.

Íslandsmót skákfélaga fyrri hluti var haldinn 30. sept til 2. okt. 2016 og

seinni hluti var haldinn 3 – 4. mars, en þar sem Vinaskákfélagið var ekki með í 1. deild byrjaði það því keppni á Föstudögum, en 1. deild byrjaði á fimmtudögum.

Vinaskákfélagið er núna með 3 sveitir A, B og C sveitir. Ástæðan er sú að vorið 2016 þegar taflfélag Áttavilltra sameinuðust Vinaskákfélaginu, þá fjölgaði félögum um 13 og var í kjölfarið samþykkt að Vinaskákfélagið skyldi vera með 3 sveitir.

Þar með þurfti að hafa 3 liðstjóra, en fyrir þá voru Róbert Lagerman liðstjóri fyrir A sveitina og Hörður Jónasson liðstjóri fyrir B sveitina. Ákveðið var að Héðinn Briem sem var formaður Áttavilltra mundi verða liðstjóri fyrir C sveitina.

A sveitin keppti núna í 2. deild, eftir frækinn sigur í 3. deildinni mars 2016, en þeir sigruðu alla andstæðinga og fengu 14 stig og kepptu því núna í vetur í 2. deild.

B sveitin sem hafði verið alla tíð í 4. deild, tókst að komast upp í 3. deild með því að vera í 3 sæti. C sveitin sem var ný, byrjaði að keppa í 4. deild.

Eins og áður segir hófst keppni í haust 2016.

A sveitin byrjaði ekki vel fyrsta kvöldið 30. sept. 2016 og töpuðu fyrir Skákdeild Hauka 1,5 – 4,5. Í annarri umferð keppti A sveitin við Taflfélag Garðabæjar og tapaði 2 – 4. 3. umferð keppti A sveitin við Skákdeild Fjölnis B-sveit og hafði sigur 4 – 2. Í 4. og síðustu umferðinni í fyrri hlutanum tefldi A sveitin við TR C-sveit og var það hörku rimma sem hafðist sigur 3,5 -2,5. Þar með hafði A sveitin náð 11 vinningum og var í 6 sæti af 8 sveitum eftir fyrri hlutann.

Höfðu menn á orði að það gæti orðið erfitt fyrir A sveitina að halda sér uppi, sérstaklega þar sem A sveitin var veikari en áður t.d. hafði einn sterkur skákmaður yfirgefið Vinaskákfélagið og munar um minna. Það var því ljóst að fyrir seinni hlutann mundi þetta geta orðið erfitt að halda sér uppi. Það er ljóst að Vinaskákfélagið er núna með 2 skákmenn yfir 2.000 skákstig sem tefldu. Ennfremur var oft erfitt að manna sveitirnar, sérstaklega núna í seinni hlutanum.

B sveitin sem hafði komist upp í 3. deild, hafði svo sem ekkert sérstakt markmið annað en það að halda sér í 3. deildina áfram. Með sameiningu Áttavilltra í Vinaskákfélagið, kom Héðinn Briem inn í B sveitina og styrkti hana mikið, ennfremur sumarið 2016 kom nýr liðsmaður Halldór Kristjánsson inn í Vinaskákfélagið og fór í B sveitina.Síðan var það svo núna í seinni hlutanum að nýjasti liðsmaðurinn okkar Ingvar Egill Vignisson kom inn, en hann hefur átt frábæru gengi að gegna sl.ár. C sveitin var vitað fyrrifram að mundi verða veik, enda voru oft miklar tilfæringar á henni, þar sem oft þurfti að grípa til þess ráðs að færa menn upp, ef vantaði eitthvað af sterkum skákmönnum.

B sveitin byrjaði 30. sept. 2016 á því að keppa við Hrókar all fagnaðar sem höfðu sigrað 4 deildina fyrr á árinu 2016. Það var því ljóst að við ramman reip væri að keppa, enda fór það svo að við töpuðum 2 – 4. Í 2. umferð keppti B sveitin við Skákfélag Akureyrar C sveit og var hart barist á öllum borðum, en við höfðum sigur 3,5 – 2,5 mjög mikilvægan sigur. 3. umferð tefldum við Skákfélag Reykjanesbæjar b sveit og töpuðum með minnsta mun eða 2,5 -3,5. 4. og síðasta umferðin í fyrri hlutanum keppti B sveitin við Skákdeild KR b sveit. Það var hörku rimma og þá sérstaklega skákin á 4. borði þar sem Árni Thoroddsen keppti við okkar mann Halldór Kristjánsson sem hafði svart. Þetta var lengsta skák B sveitarinnar og réðust úrslit á henni. Ég man (Hörður) að liðstjóri KR inga Einar S. Einarsson var búinn að hvísla nokkrum sinnum til Árna að taka jafntefli. Eins var ég (Hörður liðstjóri) búinn að tala við Halldór að taka jafntefli en Halldór þráaðist áfram og fyrir rest vann hann skákina og unnum við viðureignina því 3,5 – 2,5.

B sveitin var þá komin með 4 stig og 11,5 vinning.

C sveitin tefldi í 4. deild í fyrsta sinn og sigraði í fyrstu umferð 3,5 – 1,5 en 1 mann vantaði hjá báðum liðum. 2. umferð töpuðu þeir númlega 2,5 – 3,5. Þriðja umferð sigruðu C sveitin 4,5 – 1,5. Fjórða umferð gerðu svo C sveitin jafntefli 3 – 3.

Þar með var C sveitin komin með 5 stig og 13,5 vinninga. Það sem gerði útslagið hvað C sveitin byrjaði vel í fyrri hlutanum var hvað sveitin var vel mönnuð.

Þá erum við komnir í seinni hlutann. Nú gerðist það að þrátt fyrir ötula vinnu liðstjóra og sérstaklega liðstjóra B sveitarinnar sem var með allt skráð í Excel að margir duttu úr skaftinu, annað hvort veikir eða voru uppteknir í vinnu.

Byrjað var að tefla föstudaginn 3. mars og tefldi A sveitin sem var í 2. deild við Skákfélag Íslands og unnu þá sannfærandi 5,5 – 0,5, en þess má geta að það vantaði 2 menn í Skákfélag Íslands. 6.umferð tefldi A sveitin við Skákfélag Hugins C sveit og tapaði 2 – 4. 7. umferð og síðasta þá tefldi A sveitin við Skákfélag Akureyrar b sveit og töpuðu naumlega 2,5 -3,5.

Vinaskákfélagið A sveitin fékk samtals 21 vinning og 5 sætið og verða því áfram í 2. deild næsta haust.

B sveitin tefldi í 5. umferð við Skákfélag Siglufjarðar sem er geysisterk og töpuðu 2 – 4. 6. umferð tefldi B sveitin við TR d sveit og var það hörku rimma og unnum við 3,5 -2,5. En það var sérstaklega ánæjulegt að við unnum á 3 efstu borðunum. 7. umferð og sú síðasta þá tefldi B sveitin við Skáksamband Austurlands og var mikill kærleikur milli manna, enda voru samin 4 jafntefli og ein unnin á hvor vegu sem endar í 3 – 3.

B sveitin endaði með 7 stig og 20 vinninga og lenti því í 6 sæti af 14 sveitum.

Því miður gekk ílla hjá C sveitinni í seinni hlutann í 4. deildinni og töpuðu þeir öllum 3. umferðunum stórt og enduðu með 5 stig og 15,5 vinninga. Ástæðan var sú að oft þurfti að ná í menn til að tefla í B sveitina og eða líka ílla mætt í C sveitinni.

Við í Vinaskákfélaginu erum bara nokkuð ánægðir með árangurinn, þar sem A sveitin verður að tefla í 2. deild og B sveitin verður í 3. deild áfram og C sveitin verður mjög líklega áfram í 4. deild.

Aðeins um árangur einstaklinga á Íslandsmóti skákfélaga. Við byrjun á A liðinu sem tefldi í 2. deild. Róbert Lagerman forseti Vinaskákfélagsins var með 3 besta árangur allra í 2. deild með 5,5 vinninga af 7 skákum. Annar hjá Vinaskákfélaginu var svo Ingi Tandri Traustason með 3,5 vinninga af 7 skákum og þriðji var svo Grimur Grimsson með 3 vinninga af 4 skákum, þess má geta að Grimur Grimsson tefldi líka skákir í 3. deild með B liðinu.

Þá er komið að B liðinu í 3. deild. Fyrstur er Héðinn Sveinn Baldursson Briem Gjaldkeri Vinaskákfélagsins með 4 vinninga af 7 skákum, annar er Halldór Kristjánsson með 3,5 vinninga af 6 skákum og þriðji er Hörður Jónasson varaforseti Vinaskákfélagsins með 3 vinninga af 7 skákum. Þess má geta að nýr liðsmaður Vinaskákfélagsins var með í seinni hluta keppninnar og tefldi í B liðinu, en það var Ingvar Egill Vignisson og fékk 2,5 vinninga af 3 skákum. Sem er frábær árangur.

Í C liðinu sem var í 4. deild, var Hjálmar Hrafn Sigurvaldason með 3 vinninga af 5 skákum, en hann tefldi síðan 2 skákir í B liðinu. Þorvaldur Ingveldarson var með 2,5 vinning af 3 skákum. Arnar Páll Rúnarsson fékk svo 2 vinninga af 2 skákum.

Eftir aðalfund í vor 2017 verður síðan ákveðið hvort við verðum með 3 sveitir eða 2 sveitir. Ennfremur verður þá ákveðið hverjir verði Liðstjórar. Ég (Hörður liðstjóri), vill þakka hinum liðstjórunum gott starf (Róbert Lagerman liðstjóri A sveitarinnar og Héðinn Briem liðstjóra C sveitarinnar).

Kveðja, Hörður Jónasson Varaforseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið með fyrstu styrkúthlutunina úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssonar.

Í dag 1 júlí fer Vinaskákfélagið af stað með fyrstu styrkúthlutunina úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssonar. ...