Hjörvar Steinn sigurvegari mótsins

Hjörvar Steinn vann minningarskákmótið um Hrafn Jökulsson 2023.

Eitt glæsilegasta skákmót sem Vinaskákfélagið hefur haldið og það fjölmennasta var Minningarskákmót Hrafns Jökulssonar á afmælisdegi hans 1 nóvember 2023.

Alls mættu 62 skákmenn á mótið sem er met hjá Vinaskákfélaginu.

Skákmótið var haldið á Aflagranda 40, en þar hafði Hrafn heitinn verið með bókaupplestur síðustu árin sem hann lifði, en hann tók við þessu af Guðna forseta 2016.

Húsið opnaði með popp og pragt klukkan 15:00, þar sem gestir streymdu inn og gæddu sér á veitingum sem voru svakalega flottar.

Kökur og konfekt

Einnig voru gestir og skákmenn beðnir að árita á skákborð þegar þeir komu inn og var það tréskákborð afhent ættingjum Hrafns.

Settur var upp minningarveggur með ýmsum myndum af Hrafni Jökulssyni.  

Einnig voru ættingjum, Forseta Íslands og Friðriki Ólafssyni afhent minnispeningur í öskju.

Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins bauð síðan gesti velkomna á skákmótið og bað Forseta Íslands og Elísabetu Jökulsdóttir að halda smá ræðu.

Forseti Íslands lék síðan fyrsta leikinn ásamt Friðriki Ólafssyni hjá Hjövari Grétarssyni gegn Arnljóti Sigurðssyni.

Forseti Íslands leikur fyrsta leikinn

Skákmótið sjálft hófst síðan klukkan 16:00 og voru tefldar 9 umferðir með 3 mín. + 2 sek., á klukkunni.

Skákdómari var Róbert Lagerman og mótstjóri Hörður Jónasson.

Verðlaunin voru hin glæsilegustu, en sá sem sigraði var Hjörvar Steinn Grétarsson 7,5 vinning.

  1. sæti. Björn Þorfinnsson líka með 7,5 vinninga.
  2. sæti. Jón Viktor Gunnarsson með 7 vinninga.

Kvennaverðlaunin fékk: Jóhanna Björg Jóhannsdóttir með 5,5 vinninga.

16 ára og yngri: Ingvar Wu Skarphéðinsson með 5,5 vinninga.

50 ára og eldri: Jóhann Hjartarson með 6 vinninga.

65 ára og eldri: Helgi Ólafsson með 6 vinninga.

Undir 2000 skákstig: Gunnar Björnsson forseti Skáksambandsins með 6 vinninga.

Undir 1600 skákstig: Harald Björnsson með 4,5 vinninga.

Vinaskákfélagið vill þakka starfsfólki á Aflagranda 40 fyrir frábæra þjónustu með kaffið og kökurnar. Einnig viljum við þakka Bakarameistaranum fyrir frábærar kökur. Þökkum ÍsSpor fyrir alla verðlaunapeningana og Skruddu fyrir bækurnar. Vinaskákfélagið þakkar síðan Skáksambandinu fyrir þeirra hjálp. Þess má geta að Björn Þorfinnsson og Jón Viktor Gunnarsson gáfu vinnings upphæð sína í Minningarsjóð Hrafns Jökulssonar og þakkar Vinaskákfélagið þeim fyrir það.

Hægt er að sjá úrslit skákmótsins hér: Minningarskákmót Hrafns Jökulssonar 2023

Vinaskákfélagið vill síðan þakka öllum fyrir komuna á þetta glæsilega minningarskákmót og ætlunin er að halda þessi skákmót árlega.

Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið með fyrstu styrkúthlutunina úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssonar.

Í dag 1 júlí fer Vinaskákfélagið af stað með fyrstu styrkúthlutunina úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssonar. ...