Vinaskákfélagið mun halda glæsilegt Minningarskákmót um Hrafn Jökulsson 2 nóvember á Aflagranda 40.
Í ár verður mótið með glæsilegra hætti, þar sem Hrafn hefði orðið 60 ára ef hann hefði lifað.
Búast má því við að nokkrir af ættingjum Hrafns komi á mótið.
Borgarstjóri kemur og leikur fyrsta leikinn.
Húsið opnar kl. 12:00, en mótið sjálft byrjar klukkan 13:00.
Settur verður upp minningarveggur eins og áður, með ýmsum myndum af Hrafni Jökulssyni.
Einnig verða gerðir 10 Minnispeningar í öskju.
Barmerki verða handa þeim sem vilja styrkja Minningarsjóðinn.
Verðlaunapeningar koma frá ÍsSpor og veitingar koma frá Bakarameistaranum og þakkar Vinaskákfélagið þeim sérstaklega fyrir.
Tefldar verða 9 umf., með 3 mín. + 2 sek.
Skákdómari verður Róbert Lagerman og mótstjóri verður Hörður Jónasson.
Þátttökugjald á mótið er 1.000 kr.
Glæsileg verðlaun verða á mótinu:
1. sæti: Gull verðlaunapen. + 30,000 kr. (Fær áritað nafn sitt á glæsilega Hrafnsstyttu úr bronsi).
2. sæti: Silfur verðlaunapen. + 20,000 kr.
3. sæti. Bronse verðlaunapen. 10,000 kr.
65 ára og eldri: Gull verðlaunapen.
50 ára og eldri: Gull verðlaunapen.
Kvennaverðlaun: Gull verðlaunapen.
16 ára og yngri: Gull verðlaunapen.
Skráið ykkur sem fyrst!
Þegar skráðir menn: Minningarskákmót um Hrafn Jökulsson 2025
Einnig getið þið skráð ykkur á staðnum.
Allir velkomnir.
Gens una sumus – Við erum ein fjölskylda!
Skráning hér fyrir neðan: