Það var ekki amalegt veðrið sem lék við skákmenn í Vin, þegar Helgi Áss Grétarsson kom og tefldi fjöltefli við 9 manns.
Þetta fjöltefli var gert í tilefni 20 ára afmæli Vinaskákfélagsins.
9 skákmenn tóku þátt og fengu þeir 15 mín. + 10 sek. En Helgi Áss fékk 30 mín. + 10 sek.
Aðeins skákmenn undir 2000 skákstigum fengu að tefla.
Við fengum Sæma Rokk til að leika fyrsta leikinn fyirr Helga Áss á móti Herði Jónassyni.
Þeir sem tefldu voru og úrslit:
- Hörður Jónasson 0-1
- Arnljótur Sigurðsson 0-1
- Hjálmar Sigurvaldason 0-1
- Jóhann Vladimarsson 0-1
- Ricardo Jimenez 0-1
- Jón Gauti Magnússon 0-1
- Gunnar Gestsson 0-1
- Runólfur Ingi Ólafsson 0-1
- Guðmundur Kristjánsson 1-0
Guðmundur Kristjánsson var sá eini sem vann Helga (hann féll á tíma).
Don Roberto hinn eini sanni var vöfflumeistari á meðan fjölteflið var. Það var ekki af verri endanum en ásamt sultu og rjóma, þá voru líka í boði jarðaber og bláber og einnig hægt að gæða sér á kleinum.
Allir skemmtu sér konunglega.
Í lok fjölteflisins afhenti forseti Hörður svo Heiðursverðlaun til Arnars Valgeirssonar fyrir vel unnin störf í þágu Vinaskákfélagsins.
Kveðja, stjórn Vinaskákfélagsins.