Kátir félagar á góðri stundu

Glæsileg Árshátíð Vinaskákfélagsins 2021.

Sérlega glæsileg Árshátíð Vinaskákfélagsins var haldin á veitingastaðnum Horninu niður í kjallara sem kallað er „Djúpið“.

Vegna kórónuveirunnar, þá var ekki hægt að halda hana í desember 2020, en síðasta árshátíð félagsins tókst afburða vel í desember 2019 á Le Bistro.
Nú var ákveðið að bíða ekki lengur og fimmtudaginn 28 Janúar var skellt í eina árshátíð.

Matseðillinn var þrírétta:

Forréttur:   Sjávarréttasúpa að hætti Hornsins
Aðalréttur: Tagliatelle pasta með anda og sveppasósu
Eftirréttur:  Heit súkkulaðikaka með rjóma eða Tiramisu að hætti hússins.

Glatt var á hjalla og mikið spjallað um heima og geyma. Fóru menn svo eftir matinn á Cafe Rosenberg og tóku fram taflin og tefldu fram eftir kvöldi.
Eins var Aðalsteinn Thorarensen með gömul skák tímarit, þar sem gamlar frægar skákir voru rifjaðar upp.

Vinaskákfélagið vill þakka sérstaklega Tómasi Ponzi fyrir hans þátt í að fá veitingastaðinn fyrir árshátíðina.

Vinaskákfélagið mun gera þetta að árlegum viðburði.

Kveðja, Hörður Jónasson varaforseti félagsins.

Umræður

ummæli

x

Við mælum með

Febrúar skákmót Vinaskákfélagsins verður haldið á netinu.

Næsta mánudag 22 febrúar fer fram níunda skákmót Vinaskákfélagsins á chess.com. Febrúar skákmótið mun fara ...