Björn Sölvi Sigurjónsson

Fyrsta Minningar skákmótið af þremur í sumar.

Vinaskákfélagið og Hrókurinn ætla að bjóða upp á þrjú minningar skákmót í sumar, en það eru minningarskákmót um Björn Sölva, Jorge Fonseca og Hauk Angantýsson.

Glæsileg verðlaun verða, en fyrir utan venjulega verðlaunapeninga, þá ætlar Air Iceland Connect og Hrókurinn að verðlauna þann sem verður með besta skor úr öllum 3 minningar skákmótunum með miða til Grænlands að verðmæti 100.000 kr.

Ennfremur ætlar Vinaskákfélagið og Hrókurinn að bjóða 20.000 kr. verðlaun fyrir 2. Sætið og 10.000 kr. fyrir 3. Sætið.

Skipuleggjandi mótanna verður Hrafn Jökulsson, en skákstjóri verður Hörður Jónasson.

Fyrsta skákmótið verður minningarskákmót um Björn Sölva  og verður haldið mánudaginn 28 maí kl: 13, í Vin að Hverfisgötu 47. Ekki hefur verið ákveðið hvenær hin 2 skákmótin verða, en það verður auglýst nánar síðar.

Fide – meistarinn Björn Sölvi Sigurjónsson fæddist 26 janúar 1949 á skákdeginu sjálfum og lést á Landspítalanum þann 22. desember 2011 eftir veikindi.  Hann varð því 61 árs.

Björn varð þrívegis skákmeistari Kópavogs auk þess að verða Reykjavíkurmeistari. Hann keppti einnig í bréfskák, m.a. á Ólympíumóti og á heimsmóti 1990 þar sem hann sigraði. Björn varð alþjóðlegur FIDE-meistari árið 1996 og skákmeistari Sjálfsbjargar 2000.

Fide – meistarinn Björn Sölvi kom til liðs við Vinaskákfélagið 2007, en það ár tók félagið fyrst þátt í Íslandsmóti skákfélaga.

Björn Sölvi var kallaður „jókerinn“ í liðinu.

Tefldar verða 6 umferðir með 7 mínútur á skák. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.

Í hléi verður boðið upp á kaffi og vöfflur.

Þið getið skráð ykkur á mótið á gula kassanum efst á síðunni á skak.is Einnig getið þið skráð ykkur á staðnum.

Allir velkomnir!!

x

Við mælum með

Hörður Jónasson endurkjörinn Forseti Vinaskákfélagsins á aðalfundi félagsins 27 apríl 2024.

Aðalfundur Vinaskákfélagsins var haldinn í dag 27 apríl 2024 á Aflagranda 40. Á aðalfundi félagsins ...