Vinaskákfélagið mun halda glæsilegt skákmót í kringum fæðingardag Friðriks Ólafssonar. Skákmótið verður haldið laugardaginn 24 janúar klukkan 14:00 á Aflagranda 40.
Vinaskákfélagið ætlar að halda þetta mót árlega og verður stórglæsilegur Farandbikar sem heitir “Friðriksbikarinn” sem sá sem vinnur fær nafn sitt skráð á hann.
Tefldar verða 7 umf., með 4 mín + 2 sek.
Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.
Skákdómari verður Róbert Lagerman og mótstjóri verður Hörður Jónasson.
Þátttökugjald fyrir fullorðna er 1.500 kr., og 750 kr. fyrir 16 ára og yngri.
Glæsileg verðlaun verða á mótinu.
Í ár verðum við með 6 bækur í verðlaun ásamt verðlaunapeningum.
1. sæti: Áritun á Farandbikar + Gull verðl.pen.
2. sæti: Silfur verðl.pen.
3. sæti. Bronse verðl.pen.
Kvennaverðlaun: Gull verðl.pen.
50 ára og eldri: Gull verðl.pen.
16 ára og yngri: Gull verðl.pen.
Stutt hlé verður svo eftir 4 umferðir svo skákmenn geti fengið sér kaffi og veitingar.
Allir velkomnir.
Hægt er að sjá hverjir hafi skráð sig hér: Friðriksskákmót Vinaskákfélagsins 2026
Skráning er hér fyrir neðan.
Einnig er hægt að skrá sig á staðnum.
Mætið tímanlega.
Kveðja stjórn Vinaskákfélagsins.
Vinaskákfélagið Við erum ein fjölskylda.