Árshátíð Vinaskákfélagsins verður haldin á veitingastaðnum Steikhúsið, Tryggvagata 4-6, miðvikudagskvöldið 17 apríl, kl. 19:00.
Stjórn Vinaskákfélagsins hefur ákveðið að greiða niður verðið á árshátíðinni um 2.500 kr., á mann.
Meirihlutinn velur Lambamatseðilinn eða 12 gegn 3 á Nautamatseðilinn.
Þriggja rétta tilboð: Forréttur, Aðalréttur og Eftirréttur.
Lambamatseðill er á 9.250 kr. – 2.500 kr. = 6.750 kr.
Lambamatseðill:
Blandaðir forréttir:
- Lambatartar með súrsuðum rófum, rófugljáa og piparrótsmajó og stökkum fræjum.
- Reykt bleikja með dillmajó, epla- og dillsalati, rúgbrauði og súrsuðum rauðlauk.
- Pönnusteikt svínakjöt með sellerímauki, ristuðum ananas, púrtúrgljáa og stökku söltu.
Aðalréttur:
- Grillað lambakjöt með sætri kartöflu- og kúmenmauk, steiktum aspas og rjómapiparsósu.
Eftirréttur:
- Hvítt súkkulaði créme brulée með blönduðum berjum og jarðarberjaís.
Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.