Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins

65 ára afmælis skákmót Harðar Jónassonar

Hið árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið mánudaginn 15 júlí 2024, kl: 13, í Vin að Hverfisgötu 47. Teflt verður úti og inni, en ef það rignir, þá frestast skákmótið til mánudagsins 22 júlí.

Mótið heitir „65 ára afmælis skákmót Harðar Jónassonar“.

Undirtitill: „Meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák 2024“.

Tefldar verða 6 umferðir með 4 mín. + 2 sek., á skák.

Ef tveir verða efstir og jafnir, þá keppa þeir til úrslita um sigurinn í „bráðabana“, þar sem hvítur hefur 5 mínútur og svartur 4 mínútur og nægir svörtum jafntefli til að vinna.

Einnig er keppt um það hver verður Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2024.

Skákdómari er Róbert Lagerman og mótstjóri er Hörður Jónasson.

Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.

Í hléi verður boðið upp á kaffi og 30 manna súkkulaðiterta.

Aðalverðlaun:

  1. Sæti. Gull verðlaunapeningur + 20.000 kr.
  2. Sæti. Silfur verðlaunapeningur + 10.000 kr.
  3. Sæti. Brons verðlaunapeningur + 5.000 kr.
  4. Aukaverðlaun. Skákbók.

Verðlaun félaga í Vinaskákfélaginu:

  1. Sæti. Nýr Farandbikar + gull verðlaunapeningur + skákbók.
  2. Sæti. Silfur verðlaunapeningur + skákbók.
  3. Sæti. Brons verðlaunapeningur + skákbók.

Þegar skráðir skákmenn: 65 ára afmælis skákmót Harðar Jónassonar

Allir velkomnir!!

Skráning hér:

65 ára afmælis skákmót Harðar Jónassonar

65 ára afmælis skákmót Harðar Jónassonar

Nafn
Nafn
First
Last
x

Við mælum með

Heimsókn Vinaskákfélagsins í Leikskólann Dvergastein.

Vinaskákfélagið heimsótti í dag 26 júní 2024 í Leikskólann Dvergastein og kom færandi hendi með ...