3 efstu á minningarmótinu

3 efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmótið.

Góðan daginn.

Fyrsta minningar skákmótið af þremur var tefld í dag 28 maí 2018 í Vin.

Skákmótið núna var minningarmót um Björn Sölva.

9 manns mættu og tefld voru 6 umferðir með 7 mínútum á klukkunni. Ingveldur Georgsdóttir ein af systrunum sem gaf marga árganga af tímaritinu skák eftir föður sinn, lék fyrsta leikinn.

Ingveldur leikur fyrsta leikinn

Glæsileg verðlaun verða, en fyrir utan venjulega verðlaunapeninga, þá ætlar Air Iceland Connect og Hrókurinn að verðlauna þann sem verður með besta skor úr öllum 3 minningar skákmótunum með miða til Grænlands að verðmæti 100.000 kr. Ennfremur ætlar Vinaskákfélagið og Hrókurinn að bjóða 20.000 kr. verðlaun fyrir 2. Sætið og 10.000 kr. fyrir 3. Sætið.

Sigurvegari varð Gauti Páll Jónsson, 2 varð Róbert Lagerman og 3ji varð Guðni Pétursson og fengu þeir allir 5 vinninga.

Sérstök stigakeppni verður sem ég kalla „Grand Prix stig“.

Hún mun verða birt á heimasíðu okkar eftir hvert mót, en hún gengur út á að 1. Sætið á hverju móti fá 10 stig, 2. Sætið 9 stig osvofr til 10. Sæti fær 1 stig. Þeir sem verða jafnir að stigum fá samt jafn mörg stig og eftir fyrsta mótið þá eru þeir 3 sem unnu með 10 stig.

Sjá síðan úrslit á: chess-results.com

Kveðja Hörður Varaforseti.

 

StigataflaMinningamótaröð3 mót
SætiNafnStig
1Gauti Páll Jónsson10
2Róbert Lagerman10
3Guðni Pétursson10
4Loftur Baldvinsson7
5Elvar Örn Hjaltason6
6Hjálmar Sigurvaldason6
7Þorsteinn Magnússon4
8Hörður Jónasson4
9Pétur Jóhannesson2
x

Við mælum með

Alþjóðlega Geðheilbrigðisskákmótið 2024.

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn er haldinn 10. október ár hvert og hefur Vinaskákfélagið skipulagt þetta skákmót undanfarin ...