Forsíða

  • Sumarskákmót Vinaskákfélagsins í Vin

  • Forseti afhendir heiðursverðlaun til Róberts Lagermans

  • Hörður og Róbert taka á móti Hrafninum, bronsstyttu 2024

  • Gjaldkeri afhendir heiðursverðlaun til Harðar Jónassonar 2025

  • Vignir Vatnar sigurvegari á Afmælisskákmóti Friðriks Ólafssonar 2025

  • Hluti stjórnar Vinaskákfélagsins 2025

  • Vinaskákfélagið fær viðurkenningu frá FIDE

Aðalfundur Vinaskákfélagsins 2025.

Aðalfundur Vinaskákfélagsins verður haldinn þriðjudaginn 13 maí 2025 í Vin, Hverfisgötu 47, 101 Reykjavík klukkan 19:00. Dagskrá aðalfundar er sem hér segir: 1. Forseti setur fundinn. 2. Kosning fundarstjóra. 3. Kosning ritara. 4. Skýrsla stjórnar lögð fram. 5. Reikningar lagðir fram til samþykktar. 6. Lagabreytingar. 7. Kosning stjórnar. 8. Önnur mál. Kaffi og veitingar í boði. Allir félagsmenn Velkomnir! Stjórnin.

Lesa »

Friðrik Ólafsson er látinn.

Í gær mánudaginn 14 apríl fór fram útför Friðriks Ólafssonar stórmeistara í skák í Hallgrímskirkju. Ég hef ritað smá grein um hann á facebook síðu minni, en set hana hér inn. Grein frá 8 apríl á facebook síðu minni: Fallinn er frá goðsögnin og skákfrömuðurinn Friðrik Ólafsson stórmeistari í skák. Hann var 90 ára þegar hann lést. Við í Vinaskákfélaginu ...

Lesa »

Róbert Lagerman sigraði á Páskaskákmóti Vinaskákfélagsins 2025.

Í dag 7 apríl 2025 var haldið  glæsilegt Páskaskákmót Vinaskákfélagsins í Vin Dagsetur. Fyrir utan skákmótið sjálft þá var dagskráin glæsileg og fengum við Borgarstjóra hana Heiðu Björg Hilmisdóttir í heimsókn. Dagskráin byrjaði á því að afhent voru verðlaun fyrir Skákmann ársins 2024 hjá Vinaskákfélaginu en það var Róbert Lagerman sem hlaut þann titil. Ennfremur voru afhent verðlaun fyrir Skákmann ...

Lesa »

Páskaskákmót Vinaskákfélagsins 7 apríl 2025.

Páskaskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið í Vin, Hverfisgötu 47 í Reykjavík, mánudaginn 7 apríl kl. 13:00. Eins og ávalt hjá Vinaskákfélaginu verða góðir vinningar í boði. Skákdómari verður Róbert Lagerman og mótstjóri er Hörður Jónasson Í hléi verður hægt að gæða sér á vöflum og kaffi. Tefldar verða 6 umferðir með 7 mín á klukkunni. Mótið verður reiknað til hraðskákstiga. Borgarstjóri: ...

Lesa »

Glæsileg árshátíð Vinaskákfélagsins 2025

Í ár var árshátíð Vinaskákfélagsins haldin á veitingastaðnum Steikhúsið, Tryggvagata 4-6, föstudagskvöldið 21 mars. Kátir og hressir félagar mættu til bragða á ljúffengum réttum staðarins og margt spjallað og skálað. Maturinn var svo ekki af verri endanum: Allir komu svo vel saddir og glaðir og verður árshátíð haldin árlega. Kveðja, Hörður Jónasson forseti félagsins.

Lesa »

Vinaskákfélagið fær afhendan styrk frá Reykjavíkurborg.

Í dag er gleðilegur dagur hjá Vinaskákfélaginu, en við fengum afhentan styrk frá Reykjavíkurborg. Forseti félagsins Hörður Jónasson tók á móti styrknum fyrir hönd Vinaskákfélagsins, en einnig var Róbert Lagerman gjaldkeri félagsins viðstaddur móttökuna.    

Lesa »

Róbert Lagerman sigraði á skákmóti hjá Ásum.

Í dag 18 mars fórum við Róbert Lagerman á skákmót hjá Æsir skákklubbi eldri borgara. Tefldar voru 10 umferðir með 10 mínútur á skák. Haldið var upp á það að Guðfinnur R. Kjartansson varð 80 ára í gær. Eftir 5 umferðir var gert hlé og gæddu menn sér á dýrindis tertu með mynd af Guðfinni. Úrslit urðu þau að Róbert ...

Lesa »

Árshátíð Vinaskákfélagsins 2025.

Árshátíð Vinaskákfélagsins verður haldin á veitingastaðnum Steikhúsið, Tryggvagata 4-6, föstudagskvöldið 21 mars, kl. 19:00. Frábært tilboð frá Vinaskákfélaginu, sem greiðir niður verðið á árshátíðinni um 4.000 kr. 3 rétta matseðill á aðeins 7.950 kr. Drykkir eru ekki innifaldir. 3 rétta seðil: Forréttatvenna: „Black n‘ Blue“ túnfiskur með Chermula kryddblöndu, basil og ponzu vinaigrette, japönsku mæjó, krydduðum rækjuflögum og frisse salati. ...

Lesa »