Forsíða

  • Sumarskákmót Vinaskákfélagsins í Vin

  • Félagar í A og B sveitum fagna úrslitum í Deildó

  • Stjórn Vinaskákfélagsins 2023

  • Forseti afhendir heiðursverðlaun til Róberts Lagermans

  • Minningaveggur um Hrafn Jökulsson á minningamóti hans

  • Jólaskákmótið á Kleppi 2023

Heimsókn Vinaskákfélagsins til Geðhjálpar Borgartún 30.

Vinaskákfélagið heimsótti í dag 16 ágúst 2022 Geðhjálp í Borgartúni 30 og kom færandi hendi með tafl og skákklukku að gjöf. Þetta var sjötta heimsókn félagsins, en áformað er að heimsækja fleiri staði á árinu 2021 -2022. Tekið var vel á móti félagsmönnum, þeim Herði Jónassyni og Róbert Lagerman. Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar tók á móti gjöfinni. Ástæða þess að ...

Lesa »

Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins 2022.

Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins verður haldið mánudaginn 22 ágúst, kl: 16, í samfélagshúsinu Aflagranda 40. Þetta er í 4ja sinn sem mótið er haldið. Í þetta sinn er mótið til styrktar Hrafni Jökulssyni sem hefur verið að glíma við mjög alvarleg veikindi. Hann hefur lengi verið þjónn skákgyðjunnar og lyft grettistökum á þeim vettvangi. Hann er einn af stofnendum Vinaskákfélagsins ...

Lesa »

Afmælisbarnið Róbert Lagerman sigraði á 120 ára Don and Joe skákmótinu 2022.

Afmælisskákmótið þeirra félaga Don and Joe var í dag 30 júlí 2022 í Faxafeni. Glæsilegar veitingar voru á staðnum, terta og snittur með kaffi og gosi handa skákmönnum til að safna orku fyrir mótið. Áður en skákmenn gæddu sér á veitingunum, þá veitti Vinaskákfélagið þeim félögum Don and Joe Afmælis Barmerki í tilefni afmælis þeirra. Þeir félagar tóku svo fyrstu ...

Lesa »

120 ára Afmælisskákmót Don and Joe.

Fyrir um réttum 60 árum fæddust piltarnir Jóhann Valdimarsson og Róbert Lagerman. Þann 29.júlí 1962 tóku þeir sína fyrstu skák á fæðingadeildinni í Reykjavík. Skákin fór í bið, eins og tíðkaðist í þá daga. Laugardaginn næsta þann 30.júlí munu þeir halda áfram með skákina og bjóða áhugasömum skákunnendum til afmæliskákmóts í Faxafeni 10, í húsnæði Skáksambands Íslands. Húsið opnar kl. ...

Lesa »

David Kjartansson sigraði á Meistaramóti Vinaskákfélagsins 2022.

Enn eitt árlegt glæsilegt sumarskákmót hjá Vinaskákfélaginu var haldið í dag mánudaginn 25 júlí í Vin Dagsetur. Þetta árið hét mótið “Meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák 2022”. 18 skákmenn og konur mættu til leiks og var hart barist. Tefldar voru 7 umferðir með 3 mín + 2 sek., sem er nýlunda hjá Vinaskákfélaginu. Teflt var bæði inni og úti. Kamilla starfskona ...

Lesa »

Meistaramót Vinaskákfélagsins verður haldið 25 júlí 2022

Hið árlega sumarskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið mánudaginn 25 júlí 2022, kl: 13, í Vin að Hverfisgötu 47. Mótið heitir „Meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák 2022“. Tefldar verða 7 umferðir með 3 mín. + 2 sek., á skák. Er þetta í fyrsta sinn sem Vinaskákfélagið notar þessi tímamörk. Ef tveir verða efstir og jafnir, þá keppa þeir til úrslita um sigurinn í ...

Lesa »

Heimsókn Vinaskákfélagsins í Dvöl Athvarf í Kópavogi.

Vinaskákfélagið heimsótti í dag 23 júní 2022 í Dvöl Athvarf í Kópavogi og færði þeim töfl, skákklukku og skákbók. Þetta var fimmta heimsókn félagsins frá árinu 2020 og er áformað að heimsækja fleiri staði á árinu 2022. Þennan dag var haldið grillhátíð í Dvöl sem Vin Dagsetur í Reykjavík, Dvöl Athvarf í Kópavogi og Lækur Athvarf í Hafnarfirði komu saman ...

Lesa »

Halldór Halldórsson vann Vormót Vinaskákfélagsins 2022.

Vinaskákfélagið hélt sitt fyrsta Styrktarskákmót fimmtudaginn 9. Júní í Ölveri, Glæsibær. Mótið var glæsilegt að vanda hjá Vinaskákfélaginu og tóku 15 skákmenn þátt í mótinu. Tefldar voru 7 umferðir með 4 + 2 mín á klukkunni og var mótið reiknað til hraðskákstiga. Skákstjóri var Róbert Lagerman og skipuleggari Hörður Jónasson. Halldór Halldórsson skákmaður og lögfræðingur frá Logos Lögfræðistofu kom sá ...

Lesa »