Stjórn Vinaskákfélagsins 2023-2024

Óbreytt stjórn Vinaskákfélagsins.

Aðalfundur Vinaskákfélagsins var haldin föstudaginn 5 maí í Vin.
Skýrsla stjórnar og reikningar voru samþykktar og koma fljóttlega inn á heimasíðu félagsins.
3 lagabreytingar voru samþykktar. Sjá lög félagsins hér: http://www.vinaskak.is/um-felagid/log-felagsins/
Kosning stjórnar:
Ekki þurfti að kjósa forseta félagsins, þar sem hann er kosinn til 2ja ára.
Stjórnin var endurkjörin, nema Arnljótur Sigurðsson kom inn sem varamaður 1.
Stjórn Vinaskákfélagsins er svona:
Forseti: Hörður Jónasson
Varaforseti: Tómas Ponzi
Gjaldkeri: Róbert Lagerman
Ritari: Hjálmar H. Sigurvaldason
Meðstjórnandi: Jóhann Valdimarsson
Varamaður 1: Arnljótur Sigurðsson
Varamaður 2: Aðalsteinn Thorarensen

Ákveðið var að fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar verði haldinn í júní.

Kveðja, Hörður Jónasson forseti.

x

Við mælum með

Glatt á hjalla á Skemmtikvöldi Vinaskákfélagsins 2024.

Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins var haldið þriðjudagskvöldið 23 janúar 2024. Dagskrá kvöldsins er glæsileg: Við fengum alþjóðlega ...