Hrafn Jökulsson 1965 - 2022

Minningargrein um Hrafn Jökulsson 2022.

Látinn er kær vinur og félagi Hrafn Jökulsson sem lést laugardaginn 17 september 2022. Það er margt að minnast, þó okkar kynni séu kannski ekki svo löng. Minnið getur stundum verið svolítið stopult, þegar maður er að reyna að rifja upp kynni, en hér ætla ég að stikla á stóru.

Ég kem á haustmánuðum 2012 í Vin Dagsetur að Hverfisgötu 47, en Vin eins hún er sögð í daglegu tali, hef ég stundað að koma reglulega síðan. Þar eru mín fyrstu kynni af Hrafni, en oft kom hann í heimsókn og vildi ólmur taka í skák við okkur sem vorum þarna. Þarna kynnist ég bæði Hrafni og líka Róbert Lagerman sem voru þá aðalmennirnir í Vinaskákfélaginu. Ég man að ég gekk í félagið í ársbyrjun 2013 og hef verið þar síðan.

Fyrir utan Vin, þá man ég eftir 2 ferðum mínum norður á strandir sem ég fór með Hrafni á skákmót þar. Sumarið 2013 man ég eftir að ég var með kvef allan tímann sem ég var þarna á ströndum. Ég náði þó að vera með á skákmótinu og fór með síðustu mönnum heim, en það var með Hrafni sem ég fékk far heim aftur í bæinn.

Vinjargengid-i-allri-sinni-dyrd-a-afmaelismotinu

Seinni ferðin norður á strandir var sumarið 2017. Þá fór ég ásamt hópi af fólki í rútu norður sem Hrafn hafði séð um að panta fyrir okkur. Þetta var ánægjuleg ferð, þó manni hafi kannski ekki orðið mjög svefnsamt um fyrri nóttina, þar sem menn hrutu mikið. Minningin um þessar ferðir hjá mér eru þó nokkuð þokukenndar, en alltaf var tekið vel á móti manni.

20170707_190825

Annað sem er vert að minnast eru Jólaskákmótin á Kleppi, þar sem þeir félagar Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman skipulögðu með mikilli sóma. Þetta voru mínir skemmtilegustu skákmót sem ég fer árlega í. Næsta jólamót á Kleppi verður Hrafni sárt saknað þar.

20161220_151941

Ég vil einnig segja frá því að sumarið 2016 komu þeir (Hrafn og Róbert) að tali við mig, hvort ég vildi ekki koma í stjórn Vinaskákfélagsins sem ég og gerði og var þar kosinn sem varaforseti félagsins sem ég hélt í 6 ár, þar til í vor 2022 sem ég var gerður að forseta félagsins.

Þó kynni okkar hafi verið stutt, þá eru samt margir viðburðir sem maður man eftir. Eitt er það að maður kom oft niður á bryggju í Pakkhúsið hjá Hrafni oft til að taka þátt í skákmóti eða einhverjum viðburði sem hann var með í það skiptið.

Nokkur minningarmót skipulagði Hrafn bæði í Pakkhúsinu og í Vin.

T.d. voru minningarmót um Jorge Fonseca í Pakkhúsinu og nokkur í Vin, þar má telja Minningarskákmótið um Hauk Halldórsson sem lést um aldur fram og var kær vinur okkar í Vin.

Hrafn Jökulsson leikur fyrsta leikinn hjá Róbert Lagerman (minningarmót um Hauk Halldórsson)

Ekki má gleyma hjálpsemi Hrafns og þá sérstaklega sem Verndari Vinaskákfélagsins við að hjálpa félaginu um styrki t.d. frá Reykjavíkurborg. Honum þótti vænt um félaga sína í Vinaskákfélaginu og man ég eftir að honum þótti afleitt þegar ég náði ekki kosningu sem varamaður í Skáksambandinu eitt árið.

Þess má geta að þeir félagar Hrafn og Róbert stofnuðu Vinaskákfélagið 2003 og á félagið 20 ára afmælið 2023.

Það kom fyrir að hann kom með fyrirmanni í heimsókn í Vin og man ég eftir að í febrúar 2021 kom þáverandi félagsmálaráðherra og núverandi barnamálaráðherra og tókum við í skák upp í skákhofinu okkar. 2 síðustu skiptin sem ég sá hann var í ágúst, þegar ég fór með tafl til hans á Sjúkrahótelið og svo þegar hann kom í heimsókn á Crazy Culture skákmótið okkar á Aflagranda 40, 22 ágúst.

Hrafn Jölulsson og Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins

Ég votta ættingjum og vinum hans dýpstu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans.

Kveðja Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Vinaskákfélagið með fyrstu styrkúthlutunina úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssonar.

Í dag 1 júlí fer Vinaskákfélagið af stað með fyrstu styrkúthlutunina úr Minningarsjóði Hrafns Jökulssonar. ...