Hópmynd af árshátíðargestum

Kátir skákmenn á árshátíð Vinaskákfélagsins 2019.

Kátir skákmenn á árshátíð Vinaskákfélagsins 2019.

Það var glatt á hjalla hjá félögum Vinaskákfélagsins er þeir skunduðu á Le Bistro á árshátið félagsins. Margir voru að smakka snigla í fyrsta sinn, en það var forrétturinn. Í aðalrétt var andalæri sem menn voru alsælir með og í eftirrétt völdu menn, Creme Brullee, Tiramisu gerð með skyri og Súkkulaðikaka. Margt var spjallað og verður þetta örugglega árlegt hjá Vinaskákfélaginu.

Kveðja, Hörður Jónasson.

x

Við mælum með

Friðriksmót Vinaskákfélagsins 2024.

Vinaskákfélagið mun halda glæsilegt skákmót í kringum fæðingardag Friðriks Ólafssonar. Skákmótið verður haldið laugardaginn 27 ...