Hópmynd af þátttakendum á Jólamótinu á Kleppi 2019

Jólamótinu á Kleppi hefur verið frestað.

Árið í ár 2020 er búið að vera alveg sérstakt fyrir skákunnendur. Mörg skákmót hafa fallið niður og í stað þess hafa skákmenn teflt á netinu.
Meðal þeirra, sem hafa gaman af því að tefla eru notendur í athvörfum, á geðdeildum sem og í búsetukjörnum.

Góðir félagar í fallegum jólapeysum á jólamótinu 2018

Við í Vinaskákfélaginu höfum haldið árlega glæsilegt skákmót handa þeim og öðrum áhugasömum skákmönnum og hefur þetta verið
tvímælalaust eitt skemmtilegasta skákmót ársins hjá Vinaskákfélaginu og þó víðar væri leitað.

Kleppsmótin hafa oft verið fjölmenn og hafa menn verið leystir út með verðlaunapeningum, bókagjöfum og fengið góðar veitingar, kaffi og kökur.

Stjórn Vinaskákfélagsins hefur því miður nú í ár þurft að fresta hinu árlega jólamóti á Kleppi vegna aðstæðna í samfélaginu,
en þetta mót hefur yfirleitt verið haldið seinni hluta desember,
enda sannkallað jólamót 🙂

Reynum kannski að halda mótið í janúar, ef veiran hefur hægar um sig!

Kveðja, Stjórn Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Vinaskák í Aflagranda 40, mánudaginn 23 maí 2022.

Vinaskákfélagið mun halda skákmót í Samfélagshúsinu Aflagranda 40 mánudaginn 23. maí kl. 16. Tefldar verða ...