Forseti afhendir heiðursverðlaun til Róberts Lagermans

Glæsileg 20 ára afmælis veisla Vinaskákfélagsins 2023.

Í dag 27 maí 2023, var haldin 20 ára afmælis veisla Vinaskákfélagsins.

Glæsileg súkkulaði kaka, brauðréttur og fleira góðgæti ásamt kaffi og gosi var á boðstólum.

Gestir skrifuðu í gestabók og forseti hélt ræðu í upphafi veislunnar.

Gestir skemmtu sér vel og tekið var í skák, þar á meðal tóku Róbert Lagerman og Helgi Áss Grétarsson í eina skák.

Forseti Hörður afhenti svo Heiðursverðlaun til Róberts Lagermans fyrir vel unnin störf í þágu Vinaskákfélagsins.

Stjórn Vinaskákfélagsins þakkar fyrir þær gjafir sem við fengu.

Gens una sumus – Við erum ein fjölskylda.

Kveðja, stjórn Vinaskákfélagsins.

Hér fyrir neðan er ræða Forseta:

Ræða Forseta Vinaskákfélagsins

Góðan daginn félagar og skákmenn.

Í dag höldum við upp á 20 ára afmæli Vinaskákfélagsins, en það var stofnað árið 2003 af þeim Hrafni Jökulssyni heitnum og Róbert Lagerman.

Þess má geta að Vinaskákfélagið ætlar að halda Minningarskákmót um Hrafn Jökulsson í september í haust.

Í dag eru meðlimir Vinaskákfélagsins 123 talsins.

Félagið hefur verið starfrækt í Vin Dagsetur frá upphafi, sem er athvarf fyrir fólk með geðraskanir. Vinaskákfélagið starfar í anda þess og er svolítið frábrugðið öðrum skákfélögum að því leiti.

Fyrir utan að halda skákmót, þá er félagið með ýmsa viðburði oft í tengslum við fólk sem býr í búsetukjörnum eða athvörfum.

Þess má geta að ég og Hjálmar Sigurvaldason höfum t.d. farið í Hlutverkasetrið og verið með fyrirlestur og teflt skák við fólk þar frá árinu 2013. Einnig fer ég vestur á Aflagranda 40 þar sem eldri borgarar búa og tefli þar.

Eitt af því sem einkennir Vinaskákfélagið er að við höldum Geðheilbrigðis skákmótið ásamt TR árlega í kringum degi Geðheilbrigðis sem er 10 október.

Það sem við félagar í Vinaskákfélaginu erum hvað stoltastir af er að halda Jólaskákmótið á Kleppi. Þar koma ásamt félögum, fólk frá búsetukjörnum, Athvörfum og Geðdeildum til að tefla og halda glaðan dag saman.

Þess má líka geta að sumarið 2020 samdi Vinaskákfélagið við Skáksambandið að það gæfi skáksett og skákklukkur til að við félagar færum í heimsóknir til Búsetukjarna, Athvörf og geðdeildir og ýmsa staði sem tengjast fólki með geðraskanir.

Höfum við nú heimsótt 8 staði og gefið töfl og skákklukkur og hefur þetta verið mjög ánægjuleg og alltaf tekið vel á móti manni.

Vill Vinaskákfélagið þakka stjórn Skáksambandsins fyrir þeirra þátt í þessu.

Vinaskákfélagið hefur tekið þátt í Íslandsmóti skákfélaga oftast með 2 lið, en stundum 3 lið. Þá má geta þess að A sveitin okkar hefur farið upp um 2 deildir í röð eða frá 3 deild og í 1 deild sem það nú keppir næsta haust.

Í tilefni dagsins ætlar stjórn Vinaskákfélagsins að heiðra 2 félaga, þá Arnar Valgeirsson og Róbert Lagerman fyrir þeirra þátt í að vinna ötullega fyrir Vinaskákfélagið.

Því miður gat Arnar Valgeirsson ekki verið viðstaddur og mun stjórnin veita honum heiðursverðlaunin síðar.

Ég vil þá biðja Róbert Lagerman að koma hérna og veita heiðursverðlaununum viðtöku.

Takk fyrir mig.

Kveðja, Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins

x

Við mælum með

Páskaskákmót Vinaskákfélagsins 25 mars 2024.

Páskaskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið í Vin, Hverfisgötu 47 í Reykjavík, mánudaginn 25 mars kl. 13:00. ...