Verðlaunin í Geðheilbrigðis skákmótinu 2020.

GEÐVEIK SKÁK. Jón Viktor efstur.

Eitt flottasta skákmót ársins var haldið 15 október 2020 á netinu.
Geðheilbrigðisskákmótið hefur verið haldið sleitulaust í 14 ár og alltaf verið eitt glæsilegasta mót ársins.

Núna á þessum undarlegu tímum, þar sem kórónuveiran geisar um heiminn… þá létum við skákmenn það ekki stöðva okkur og þá var tekið á það ráð að halda mótið á netinu á chess.com.
Alls mættu 49 þáttakendur af öllum stærðum og gerðum.
Mótið er samvinnuverkefni Vinaskákfélagsins og Taflsfélags Reykjavíkur, samvinna undir kjörorðinu „Gens una sumus“, „við erum ein fjölskylda.“

Hart var barist og komu Jón Viktor Gunnarsson og forseti Vinaskákfélagsins Róbert Lagerman jafnir í mark með 7 vinninga af 9 möguleikum, en Jón Viktor vann á stigum.

Í þriðja sæti varð varaforseti TR, sjálfur skákmaðurinn Gauti Páll Jónsson.
Kvennaverðlaunin komu í hlut Elsu Maríu Kristínardóttir, í flokki 50 ára og eldri varð Róbert Lagerman efstur og Gunnar Erik Guðmundsson var efstur í unglingaflokki 16 ára og yngri.

Verðlaun voru glæsileg eins og svo oft áður.

1. Verðlaun: Gull peningur + Bikar og bók.
2. Verðlaun: Silfur peningur + bók.
3. Verðlaun: Brons peningur + bók.
4. Kvennaverðlaun: Gull peningur + bók.
5. 50 ára og eldri: Gull peningur + bók.
6. 16 ára og yngri: Gull peningur + bók.

Sjá úrslit á mótinu hér: geðheilbrigðisskákmóti-2020 

Vinaskákfélagið og Taflfélag Reykjavíkur þakka öllum þáttakendum fyrir mótið.
Sjáumst á næsta ári og þá yfir borðinu í raunheimum.

Kveðja, Hörður Jónasson
Varaforseti Vinaskákfélagsins

x

Við mælum með

Róbert Lagerman vann Vinaslag 2 á Chess.com.

Vinaskákfélagið hélt skákmót á Chess.com, mánudaginn 14 nóvember sem var „Vinaslagur 2“. Þetta er annað ...