Allir verðlauna keppendurnir

GEÐVEIK SKÁK. Helgi Áss bestur.

Grein eftir forseta Vinaskákfélagsins Róberts Lagerman.

Geggjaðasta skákmót ársins var haldið á alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi 10.október sl. Í Skákhöllinni Faxafeni. Alls mættu 55 þátttakendur af öllum stærðum og gerðum. Undanfarin ár hefur þetta verið samvinnuverkefni Taflsfélags Reykjavíkur, Skákfélags Hróksins og Vinaskákfélagsins, samvinna undir kjörorðinu “Gens una sumus”

Helgi Áss Grétarsson sýndi litla miskun á skákborðinu og sigraði nokkuð örugglega með 8.5 vin. af 9 möguleikum. Annar í mark varð forseti Vinaskákfélagsins Róbert Lagerman, og bronsmaðurinn sjálfur Vignir Vatnar Stefánsson. Kvennaverðlaunin komu hlut Lenku Patcnikovu, unglingaverðlaun hlaut Benedikt Þórisson, í flokki 65ára og eldri varð Jón Úlfljótsson hlutskarpastur, og Benedikt Jónasson var bestur í flokki 50ára og eldri.

Öll úrslit má sjá hér chess-results

Forlagið og Geðhjálp lögðu til glæsilega vinninga.

Kveðja, Hörður Jónasson
Varaforseti Vinaskákfélagsins

Umræður

ummæli

x

Við mælum með

Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins 2019.

Dagana 19 til 22 september verður haldið klikkuð menningardagar á vegum Reykjavíkurborgar eða Crazy culture ...