Flott terta á aðalfundi félagsins

Fundargerð Aðalfundar Vinaskákfélagsins 2020.

Fundargerð aðalfundar Vinaskákfélagsins 2020.

Aðalfundur Vinaskákfélagsins var haldinn 11 maí 2020, Faxafeni 12, 108 Reykjavík, kl: 19:00.

Mættir voru: Róbert Lagerman, Hörður Jónasson, Hjálmar Sigurvaldason og Jóhann Valdimarsson.

Dagskrá aðalfundar:

 1. Forseti Róbert Lagerman setur fundinn.
 2. Kosning fundarstjóra: Hörður Jónasson var kosinn fundarstjóri. Fundarstjóri tekur við.
 3. Kosning ritara: Hjálmar Sigurvaldason var kosinn ritari.
 4. Skýrsla stjórnar lögð fram: Hörður Jónasson varaforseti talar. Hörður fór yfir tímabilið 2019-2020 hjá Vinaskákfélaginu. Skýrsla stjórnar var samþykkt einróma.
 5. Reikningar lagðir fram til samþykktar. Hörður lagði fram breytingar á ársreikningi 2018 að skuldir væru 97.700 kr. Það var samþykkt. Ársreikningur fyrir árið 2019 var samþykktur einróma. Þar kom fram að hagnaður félagsins var 44.149 kr. (sjá betur á heimasíðu undir liðnum uppgjör).
 6. Engar lagabreytingar voru núna.
 7. Kosning stjórnar:
   1. Róbert Lagerman var kosinn forseti til 2 ára.
   2. Hörður Jónasson var kosinn varaforseti til eins árs.
   3. Tómas Ponzi var kosinn gjaldkeri til eins árs.
   4. Hjálmar Sigurvaldason var kosinn ritari til eins árs.
   5. Jóhann Valdimarsson var kosinn meðstjórnandi til eins árs.
   6. Aðalsteinn Thorarensen var kosinn varamaður 1 til eins árs.
   7. Arnljótur Sigurðsson var kosinn varamaður 2 til eins árs.

8. Önnur Mál:

 1. Ákveðið var að fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund verði í júní. Nánari dagsetning og staður verði ákveðið á stjórnargrúbbunni.
 2. Rætt var um skákmót á netinu. Vinaskákfélagið er með 2 grúbbur á chess.com, sem við getum notað til að tefla á netinu. Þetta verður rætt nánar á næsta stjórnarfundi Vinaskákfélagsins.
 3. Rætt var hvernig og hvenær Meistaramót Vinaskákfélagsins í Hraðskák verði haldið. Rætt var að hugsanlega gæti það verið seinni hluta júlí eða í ágúst. Það mun koma í ljós hvernig covid-19 veiran hagar sér. Ennfremur er hægt að ræða mótið á stjórnargrúbbunni og líka á næsta stjórnarfundi.

 

Fundi slitið.

 

Umræður

ummæli

x

Við mælum með

Uppfærð mótaröð Vinaskákfélagsins á netinu.

Vegna hinnar skæðu kórónuveiru og öll skákmót liggja niðri, þá hefur stjórn Vinaskákfélagins ákveðið að ...