Hrafn Jökulsson að tafli í Vin.

Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins 2022.

Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins verður haldið mánudaginn 22 ágúst, kl: 16, í samfélagshúsinu Aflagranda 40. Þetta er í 4ja sinn sem mótið er haldið.

Í þetta sinn er mótið til styrktar Hrafni Jökulssyni sem hefur verið að glíma við mjög alvarleg veikindi. Hann hefur lengi verið þjónn skákgyðjunnar og lyft grettistökum á þeim vettvangi. Hann er einn af stofnendum Vinaskákfélagsins sem var stofnað 2003 og hefur verið ötull og drifkraftur í að gera félagið eins og það er í dag.

Hrafn hefur um langa hríð búið við þröngan kost og útgjöld vegna veikindanna hafa þrengt hann enn frekar. Við getum létt undir með Hrafni með því styrkja hann og þar gerir margt smátt eitt stórt.

Hrafn Jökulsson kt. 011165-3709, reikningsnúmer 1161-05-400511.

Gens una Sumus / Við erum ein fjölskylda!

Tefldar verða 7 umferðir með 4 mín + 2 sek á skák.

Skákdómari er Róbert Lagerman en mótstjóri er Hörður Jónasson.

Mótið verður reiknað til hraðskákstiga.

Stutt hlé verður eftir 4 umferðir og verða starfsmenn með kaffi og vöfflur til sölu á staðnum.

Verðlaun:

  1. Sæti. Gull verðlaunapeningur + 7.500 kr.
  2. Sæti. Silfur verðlaunapeningur + 5.000 kr.
  3. Sæti. Brons verðlaunapeningur + 2.500 kr.

Verðlaun fyrir félaga í Vinaskákfélaginu:

  1. Sæti. Crazy Culture farandbikar (áritun) + skákbók.
  2. Sæti. Skákbók.
  3. Sæti. Skákbók.

Þegar skráðir menn: Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins 2022

Einnig getið þið skráð ykkur á staðnum.

Allir velkomnir!!

Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins 2022

Crazy Culture skákmót Vinaskákfélagsins 2022

Nafn
Nafn
First
Last
x

Við mælum með

Jólaskákmótið á Kleppi 2022.

Vinaskákfélagið heldur hið árlega jólaskákmót á Kleppi sem verður haldið mánudaginn 12.desember kl. 15.00. Mótið ...