Skákhof Vinaskákfélagsins í Vin.

Uppgjör

Ársreikningur Vinskákfélagsins fyrir starfsárið 2022.

Bankareikn.0133 – 26 – 012306Kt: 630913 – 1010
Rekstrarreikningur Vinaskákfélagsins 2022
SkýringarRekstrartekjur20222021
Seld bók 2.500 kr.
Selt taflsett1.000 kr.
**Keppnisgreiðsla vegna Ísl. Skákfélaga40.000 kr.
Laun stjórnarmanna40.000 kr.
Nr. 1Styrkir512.500 kr.309.000 kr.
*Nr. 2Styrkir til Hrafns Jökulssonar229.000 kr.
Tekjur alls825.500 kr.311.500 kr.

 

SkýringarRekstrargjöld20222021
Nr. 4Skákmót441.852 kr.110.735 kr.
Nr. 5Skákvörur48.341 kr.54.605 kr.
Vefsíða28.277 kr.27.964 kr.
*Nr. 3Styrkir til Hrafn Jökulssonar.194.000 kr.
Laun stjórnarmanna40.000 kr.
Árshátíð Vinaskákfélagsins feb. 22.18.000 kr.
Kostnaður v. stjórnarfunda2.507 kr.
Blóm v. jarðafara Hrafns Jökulssonar32.800 kr.
RSA – Öryggislykill Landsbankans 1.200 kr.
Bókaskápur 7.400 kr.
Kosnaður v/ aðalfundar Vinaskákfélagsins 5.051 kr.
Jólaskákmót Vinaskákfélagsins 13.679 kr.
Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins13.780 kr.6.700 kr.
Gjöld alls819.557 kr.227.334 kr.

 

SkýringarFjármagnstekjur og Gjöld20222021
Vaxtatekjur1.261 kr.161 kr.
Fjármagnstekjuskattur277 kr.35 kr.
Árgjald Debetskorts790 kr.790 kr.
Bankakostnaður558 kr.326 kr.
Fjármagnsgjöld alls364 kr.990 kr.
Hagnaður / Tap2.579 kr.83.176 kr.

 

Stemma af Rekstrarreikning 202220222021
Bankareikningur 31/12 327.600 kr.
Bankareikningur 31/12330.179 kr.
Hagnaður árið 2022 2.579 kr.
Samtals330.179 kr.330.179 kr.

 

Efnahagsreikningur Vinaskákfélagsins 2022
SkýringarEignir20222021
Bankareikningur 31/12330.179 kr.327.600 kr.
17 DGT 2010 skákklukkur 93.500 kr.
Nr. 622 DGT 2010 skákklukkur121.000 kr.
AfskrifaðAðrar skákklukkur0 kr.500 kr.
Nr. 613 Nýjir taflmenn26.000 kr.
9 Nýjir taflmenn 18.000 kr.
Nr. 626 Eldri taflmenn2.600 kr.
27 Eldri taflmenn 6.885 kr.
Nr. 613 DGT nýjir dúkar6.500 kr.
8 DGT nýjir dúkar 4.000 kr.
Nr. 615 eldri dúkar1.500 kr.
16 eldri dúkar + borð 7.800 kr.
1 Marmaraborð2.500 kr.
4 Önnur eldri skákborð 2.250 kr.
Nýtt Sýningarborð + Þrífótur15.630 kr.
Afskrifað3 eldri Sýningarborð0 kr.
4 Sýningarborð 2.500 kr.
5% afskr.Myndarammar14.924 kr.15.709 kr.
4 Plastkassar10.570 kr.
Nr. 7Skáksett frá Skáksambandinu + klukkur22.000 kr.57.000 kr.
Glerskápur2.000 kr.2.000 kr.
10% afskr.Bókaskápur frá 20216.660 kr.7.400 kr.
10% afskr.Litli bókaskápurinn900 kr.1.000 kr.
10% afskr.Fundargerðabókin2.250 kr.2.500 kr.
Nr. 8380 Bækur293.300 kr.
399 Bækur 309.100 kr.
Nr. 9Tímaritið New in Chess74.500 kr.63.500 kr.
Tímaritið skák75.000 kr.75.000 kr.
Íslensk tímarit23.200 kr.
Erlend tímarit15.400 kr.
Önnur tímarit 37.100 kr.
SamtalsEignir1.046.613 kr.1.033.344 kr.

 

SkýringarSkuldir20222021
Skuldir0 kr.0 kr.
Samtals skuldir0 kr.0 kr.
Skuldir / eigið fé1.046.613 kr.1.033.344 kr.

 

*Reikningur Vinaskákfélagsins var notaður til að styrkja Hrafn Jökulsson.
*Einnig minningarsjóður til Ekkju og barna Hrafn Jökulssonar.
**Þessi keppnisgreiðsla verður síðan millifært til Róbert Lagerman, sem keppir á 1. borði í A sveitinni á Íslandsmóti Skákfélaga.

 

Nr. 1Skýringar2022
StyrkurStyrkur frá Reykjavíkurborg200.000 kr.
Styrktarsjóður Geðheilbrigðis250.000 kr.
Fyrirtækjastyrkir52.500 kr.
Styrkur frá Ársæll á Aflagranda 4010.000 kr.
Samtals512.500 kr.

 

*Nr. 2Skýringar2022
Styrkur v/ HrafnsHlíðar Þór Hreinsson10.000 kr.
JökulssonarVeturliði Þ. Stefánsson10.000 kr.
Ólafur Thorsson & Hjálmar Sigurvaldason ágúst 2022.114.000 kr.
Ólafur Thorsson & Hjálmar Sigurvaldason sept. 2022.90.000 kr.
Verðlaun v/ minningarmóts Hrafns í Smáralind5.000 kr.
Samtals229.000 kr.

 

*Nr. 3Skýringar2022
Styrkur v/ HrafnsÓlafur Thorsson & Hjálmar Sigurvaldason ágúst 2022114.000 kr.
JökulssonarStyrkur til Hrafn Jökulssonar frá Vinaskak + Hlíðar Þór Hreinsson25.000 kr.
Styrkur til ekkju og barna Hrafns Jökulssonar.40.000 kr.
Endurgr. Styrkur frá Veturliða Þ. Stefánsson.10.000 kr.
Verðlaun v/ minningarmóts Hrafns í Smáralind5.000 kr.
Samtals194.000 kr.

 

Nr. 4Skýringar2022
SkákmótVerðlaunapeningar frá ÍsSpor og peningaverðlaun147.555 kr.
Páskaegg v/ Páskaskákmót Vinaskákfélagsins8.709 kr.
Íslandsmót skákfélaga66.000 kr.
Matur og drykkir v/ Íslandsmót skákfélaga47.366 kr.
Leigulbílar v/ Íslandsmót skákfélaga24.110 kr.
Annar kostnaður v/ Íslandsmót skákfélaga9.000 kr.
Kaffireikningar v/ Íslandsmót skákfélaga37.900 kr.
Kaffireikningur + bókaverðlaun á jólamóti á Kleppi19.359 kr.
Verðlaun til Grænlands14.000 kr.
Sumarskákmót Vinaskákfélagsins40.287 kr.
Afmælisskákmót Don and Joe10.696 kr.
Almennur bensínkostnaður v/ skákmóta17.500 kr.
Samtals441.852 kr.

 

Nr. 5Skýringar2022
SkákvörurPrentkostnaður5.000 kr.
Skákbúðin (vörur til fyrirlestrar á skák)15.630 kr.
New in Chess árbók10.855 kr.
Skákbók + kostnaður frá Póstinum6.286 kr.
Rúmfatalagerinn (Plastkassar)10.570 kr.
Samtals48.341 kr.

 

Nr. 6Skýringar2022
Töfl + dúkar og13 Nýjir taflmenn á 2.000 kr.26.000 kr.
skákklukkur26 Eldri taflmenn á 100 kr.2.600 kr.
13 DGT nýjir dúkar á 500 kr.6.500 kr.
15 eldri dúkar á 100 kr.1.500 kr.
22 DGT 2010 skákklukkur á 5.500 kr.121.000 kr.
Samtals157.600 kr.

 

Nr. 7Skýringar2022
*Skáksett frá SÍ.4 Skákklukkur á 5.500 kr.22.000 kr.
Samtals22.000 kr.

*Hluti af þessum skákklukkum verður gefið til Búsetukjarna og Athvarfa.

 

Nr. 8Skýringar2022
Bækur174 Íslenskar bækur187.250 kr.
206 Erlendar bækur106.050 kr.
Samtals293.300 kr.

 

Nr. 9Skýringar2022
New in Chess12 Árbækur23.500 kr.
124 Blöð51.000 kr.
Samtals74.500 kr.

 

Skýrsla stjórnar á aðalfundi félagsins 5 maí 2023.

Góðan daginn félagar.

Þessi skýrsla stjórnar nær frá aðalfundi 8 maí 2022 til aðalfundar 5 maí 2023.

Aðalfundur félagsins var haldin 8 maí 2022. Þær breytingar urðu að Nýr Forseti var kjörinn til 2ja ára, Hörður Jónasson. Varaforseti var kjörinn Tómas Ponzi, Gjaldkeri: Róbert Lagerman, sami ritari áfram Hjálmar Hrafn Sigurvaldason en nýr meðstjórnandi er svo Ólafur Thorsson. Varamenn eru: Jóhann Valdimarsson og Aðalsteinn Thorarensen.

Verndari félagsins var áfram Hrafn Jökulsson. Eftir að Hrafn lést, þá var kosinn nýr verndari sem er Halldóra Pálsdóttir forstöðumaður Vinjar.

Stjórnarmaður segir af sér.

Sá óvenjulegi atburður gerðist að Ólafur Thorsson meðstjórnandi í stjórn Vinaskákfélagsins sagði af þér stjórnarmennsku í Vinaskákfélaginu í samtali við forseta félagsins daginn eftir stormasaman stjórnarfund 24 júní 2022. Enn fremur sagði hann sig úr Vinaskákfélaginu, en kom inn aftur síðar um sumarið.

Forsaga málsins er sú að Ólafur Thorsson og ritari félagsins Hjálmar Sigurvaldason voru fengnir til að skipuleggja skákmót í Kringlunni, svokallað fyrirtækjamót þar sem keppendur draga spjald fyrirtækis og keppa fyrir hönd þess fyrirtækis. Á þessum fyrirtækis skákmótum eru safnað styrkjum frá fyrirtækjum. Þetta mót átti líka að vera í samstarfi við markaðsdeild Kringlunni. Mótið átti að vera 9 júní, en var aflýst af forsvarsmönnum Kringlunnar þar sem þeir héldu því fram að Ólafur Thorsson hefði brotið reglur Kringlunni til að geta haldið þetta mót. Ólafur hélt því fram að stjórnendur Kringlunnar væru með fordóma í garð fólks með geðraskanir og fóru þeir (Ólafur, Sturla og Hjálmar) á fund framkvæmdastjóra Geðhjálpar til að aðstoða sig við að fara í mál við Kringluna. Stjórn Vinaskákfélagsins tók það ekki í mál að fara í málarekstur við Kringluna og fóru forseti félagsins Hörður og gjaldkeri Róbert Lagerman á fund framkvæmdastjóra Geðhjálpar þar sem samkomulag varð að gera ekkert meira í þessu máli. Þess má síðan geta að skákmót fór fram á settum degi eða 9 júní, en það mót fór fram í Ölveri í Glæsibæ. Samt sem áður náðist að safna peningum til styrktar Vinaskákfélagsins.

Síðan á þessum stormasama stjórnarfundi 24 júní las forseti upp ályktun Vinaskákfélagsins um framkvæmd og afleiðingar af fyrirhuguðu Kringluskákmóti. Í kjölfarið fóru fram orðaskipti milli stjórnarmanna og Ólafs, sem urðu eins og áður segir til þess að hann sagði af sér stjórnarmennsku. Þess má geta að á stjórnarfundi 2 september var formlega gengið frá því að Ólafur færi úr stjórn og öllum nefndum á vegum félagsins. Varamaðurinn Jóhann Valdimarsson kom inn í stjórnina í staðinn.

Í lokinn má geta þess að Ólafur kom svo aftur inn í félagið sem óbreyttur félagsmaður, enda eru allir velkomnir í félagið.

Minning um góðan félaga í Vinaskákfélaginu.

Þær fréttir sumarið 2022 að góðvinur okkar hann Hrafn Jökulsson væri kominn með krabbamein. Það kom okkur öllum í félaginu á óvart. Hann var síðustu vikur meðan hann lifði á sjúkrahótelinu og svo var það laugardaginn 17 september 2022 sem hann lést. Um hann er hægt að segja margt. Hann var góður vinur og einnig verndari félagsins síðustu árin sem hann lifði. Hann ásamt Róbert Lagerman stofnaði Vinaskákfélagið árið 2003.

Hann hefur verið stoð og stytta félagsins og alltaf til í að hjálpa félaginu með t.d. styrkir og annað. Þess má geta að forseti félagsins ritaði minningargrein um hann á heimasíðu félagsins. Sjá minningargreinina hér: http://www.vinaskak.is/minningargrein-um-hrafn-jokulsson-2022/

Haldin var söfnun í veikindum hans um sumarið og t.d. söfnuðu Ólafur og Hjálmar og einnig Árni H. Kristjánsson fé. Vinaskákfélagið hélt svo styrktar skákmót 22 ágúst, en það mót hefur verið haldið árlega og heitir „Crazy Culture“, en var núna eins og áður segir haldið til styrktar Hrafni. Síðar um haustið héldu svo þeir félagar Ólafur og Hjálmar minningarskákmót um Hrafn í Smáralindinni og fóru þeir peningar sem söfnuðust til ættingja hans. Áætlað er að Vinaskákfélagið haldi minningarskákmót um Hrafn í september 2023. Hér er svo mynd af forseta og verndara félagsins á Crazy Culture skákmótinu sem var það síðasta sem forseti félagsins sá hann.

Hrafn Jölulsson og Hörður Jónasson forseti Vinaskákfélagsins

Styrkir sem félagið fékk:

Á stjórnarfundi 24 júní 2022 var ákveðið að sækja um þessa styrki: Geðsjóð (sem Geðhjálp sér um), Landsbankans og hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar. Í umsókninni til Geðsjóðs var talað um að nota styrkinn í: Sumarmótið okkar (Meistaramótið í Hraðskák), Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið, Jólaskákmótið á Kleppi og að síðustu skákforrit til að setja upp á heimasíðu félagsins. Sótt var um 250.000 kr. Þann 18 október samþykkti geðsjóður styrkinn til okkar, en Hörður forseti og Róbert gjaldkeri fóru á Nauthól og tóku á móti honum. Því miður fengum við ekki styrk frá Landsbankanum sem við sóttum um 250.000 kr. Róbert sótti svo um 250.000 kr., styrk hjá Lýðheilsusjóði frá Ríkissjóði og fengum við styrkinn í febrúar 2023. Við fengum líka styrk frá Velferðasviði Reykjavíkurborgar eða 200.000 kr., sem er borgað í tvennu lagi eða 100.000 kr., í mars og sama í september.

Viðburðir:

Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins var haldið fimmtudaginn 1 desember 2022  í húsnæði Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni. Gómsætar veitingar komu frá Bakarameistaranum, gosdrykkjum og kaffi.

Gauti Páll Jónsson varaformaður TR var gestur kvöldsins og fyrirlesari og fjallaði hann t.d. um skákferðalag sitt um meginland Evrópu 2022.

Undanfarin ár 2021-2023, höfum við í Vinaskákfélaginu heimsótt athvörf og Búsetukjarna til að gefa töfl og skákklukkur. Árið 2022 var farið í tvær heimsókn eða til Geðhjálp og Dvöl athvarf og gefið töfl og skákklukkur. Á jólaskákmótinu á Kleppi, þá heimsótti Vinaskákfélagið Batasmiðjuna á Kleppi og gaf töfl og skákklukku. 25 apríl 2023 var farið í heimsókn til Læk athvarf í Hafnarfirði. Þetta var 8 heimsóknin sem Vinaskákfélagið hefur farið í.

Gjafir.

Vinaskákfélaginu bárust glæsilegar bókagjafir á tímabilinu. 19 apríl 2023 fengum við frábærar gjafir af New in Chess tímaritinu frá Júlíus Friðjónssyni og þakkar Vinaskákfélagið honum fyrir glæsilegar gjafir.

Árshátíðin okkar var haldin á veitingastaðnum Hereford steikhús föstudaginn 14 apríl 2023. Var hún hin glæsilegasta, enda var 3 rétta máltíð í boði. 15 félagar komu á árshátíðina. Hópmynd var síðan tekin af félögum sem sóttu árshátíðina.

Hópmynd af félögum á árshátíðinni.

Skákmót:

Fyrsta skákmótið okkar var Vormót Vinaskákfélagsins 9 júní, en upphaflega átti Kringluskákmót Vinaskákfélagsins að vera á þessum degi eins og fyrr segir. Halldór Halldórsson vann þetta mót. Mótið var haldið í Ölveri Glæsibæ.

Næsta mót var hið árlega sumarmót okkar sem haldið er í Vin Dagsetur mánudaginn 25 júlí. Að þessu sinni hét það „Meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák 2022.“.

Sigurvegarar voru: 1. Davíð Kjartansson, 2. Róbert Lagerman og í 3ja sæti var Eiríkur Björnsson. Róbert Lagerman var síðan Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2022. Sjá frétt um mótið á heimasíðunni: http://www.vinaskak.is/david-kjartansson-sigradi-a-meistaramoti-vinaskakfelagsins-2022/

Næsta mót var síðan afmælis mót þeirra Róbert Lagermans og Jóhanns Valdimarssonar og hét: 120 ára afmælisskákmót Don and Joe og var haldið í húsnæði Skáksambands Íslands að Faxafeni. Forsaga þess er að á hinum stormasama stjórnarfundi 24 júní var ákveðið að þar sem 3 félagar ættu stórafmæli í júlí 2022 eða Róbert 60 ára, Jóhann Vald 60 ára og Ólafur Thorsson 50 ára að halda upp á það með afmælisskákmóti. Þar sem Ólafur helltist úr lestinni eða fór úr Vinaskákfélaginu á þessum tíma, þá voru eftir Róbert og Jói Vald. Upphaflega stakk Ólafur upp á að afmælisskákmótið þeirra yrði haldið í Hafnarfirði, en því var hafnað. Róbert Lagerman vann svo afmælismótið.

Sjá frétt um mótið: http://www.vinaskak.is/afmaelisbarnid-robert-lagerman-sigradi-120-ara-don-and-joe-skakmotid-2022/

Crazy Culture skákmótið er búið að halda sig nú árlega og var haldið í 4ja sinn mánudaginn 22 ágúst. Var það núna haldið til styrktar Hrafni Jökulsyni eins og áður hefur komið fram. Mótið var haldið að Aflagranda 40 og var hið glæsilegasta. Þar kom frægur maður og tefldi á mótinu eða Sæmi Rokk.

Sæmi Rokk og Forseti félagsins

Hægt er að lesa frétt um mótið á heimasíðu félagsins: http://www.vinaskak.is/robert-lagerman-vann-crazy-culture-skakmotid-sem-var-til-styrktar-hrafni-jokulssyni/

Eitt af stóru skákmótunum sem Vinaskákfélagið er með er Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið, en það er haldið í kringum 10 október sem er alþjóðlegi dagur geðheilbrigðis. Í ár var mótið haldið 20 október í samstarfi við TR.

Mótið var hið glæsilegasta og margir sterkir skákmenn koma á það. Þetta mót var núna haldið í 16 sinn. Sigurvegari varð Ólafur Thorsson sem fékk 8 vinninga af 9 mögulegum. Fullt af verðlaunum var á mótinu ásamt Bókum frá Skruddu bókaforlaginu og Birnukaffi var á sínum stað. Frétt um mótið: http://www.vinaskak.is/olafur-thorsson-sigradi-a-althjodlega-gedheilbrigdisskakmotinu-2022/

Nokkur önnur minni mót voru haldin eins og Haustmót Vinaskákfélagsins í september og Vinaslagur 1-4 í nóvember. Jólaskákmót Vinaskákfélagsins var haldið mánudaginn 5 desember 2022. Það er eins og hefð er í Vin Dagsetur. Róbert Lagerman sigraði á þessu móti.

Eitt af skemmtilegustu skákmótum ársins hjá Vinaskákfélaginu er Jólaskákmótið á Kleppi. Þar er teflt við áhugamenn um skák frá Búsetukjörnum, Athvörfum og Geðdeildum og er glatt á hjalla. Mikið af verðlaunum, bókum og kaffi og kökur er á borðstólum. Hluti af styrknum frá Geðhjálp fór í þetta mót. Núna eftir að veiran fræga síðustu ára var á bak og burtu, þá logsins var hægt að halda mótið. Mótið var hið einkar glæsilegt. Hægt að lesa allt um mótið hér: http://www.vinaskak.is/gledin-vid-vold-i-jolaskakmotinu-a-kleppi-2022/

Því miður varð að aflýsa Nýársskákmótinu, vegna veikinda. Páskaskákmót Vinaskákfélagsins var svo haldið mánudaginn 27 mars 2023. Eins og svo oft áður þá sigraði Róbert Lagerman.

Íslandsmót Skákfélaga:

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund þann 24 júní var samþykkt að Vinaskákfélagið skyldi senda 2 lið á Íslandsmót skákfélaga. Enn fremur var ákveðið að Hörður Jónasson, Tómas Ponzi og Ólafur Thorsson skyldu vera liðstjórar. Eftir að Ólafur yfirgaf stjórnina og Vinaskákfélagið eftir þennan stjórnarfund, þá voru eftir sem liðstjórar Hörður og Tómas. Ólafur kom svo aftur inn í félagið síðar um sumarið 2022 Litlar breytingar voru um haustið en A sveitin tefldi í 2 deild. B sveitin tefldi í 4 deild. Þeir sem tefldu fyrir A sveitina voru: 1 borð: Ólafur Thorsson. 2 borð: Guðjón Heiðar. 3 borð: Árni H. Kristjánsson 4 borð: Ágúst Örn Gíslason sem er nýr. 5 borð: Sigurður Páll Guðjónsson sem er nýr. 6 borð: Kjartan Ingvarsson sem er kominn aftur í félagið. Enn fremur teldu fyrir A sveitina um haustið Sigurjón Thor Friðþjófsson, Sturla Þórðarson og Óskar Maggason sem er nýr félagi. Eftir fyrri hlutann vorum við í 3 sæti með séns á að komast upp í 1 deild. Síðar um haustið fór Ólafur Thorsson að tala um að við þyrftum að styrkja liðið til að ná þessu takmarki og eftir samninga við Róbert Lagerman, þá kom hann inn í félagið.

Síðari hlutinn var svo tefld 18-19 mars 2023 og var A sveitin þannig skipuð: 1 borð: Róbert Lagerman. 2 borð: Ólafur Thorsson. 3 borð: Guðjón Heiðar Valgarðsson. 4 borð: Árni H. Kristjánsson. 5 borð: Ágúst Örn Gíslason. 6 borð: Kjartan Ingvarsson. Enn fremur tefldi líka fyrir A sveitina Sigurjón Thor Friðþjófsson, Arnljótur Sigurðsson og Sigurður Páll Guðjónsson.

Okkur tókst að ná 2 sætinu með 10 stig og 27 vinninga og þar með vorum við komnir í 1 deild. Við höfum þá núna farið á 2 tímabilum upp um 2 deildir þ.e. úr 3 deild í 1 deild.

A sveit Vinaskákfélagsins að fagna 2 sæti í 2 deild á Ísl. Skákfélaga.

Listi yfir skákmót Vinaskákfélagsins tímabilið maí 2022 til maí 2023:

Vinaskák á Aflagranda 40, 23 maí.
Vormót Vinaskákfélagsins 9 júní.
Meistaramót Vinaskákfélagsins í hraðskák 25 júlí.
120 ára afmælismót Don and Joe 30 júlí.
Crazy Culture skákmótið 22 ágúst.
Haustmót Vinaskákfélagsins 19 september.
Íslandsmót skákfélaga, fyrri hluti 14-16 október.
Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið 20 október.
Vinaslagur 1 á Aflagranda 40, 5 nóvember.
Vinaslagur 2-3 á Chess.com. 14 og 21 nóvember.
Vinaslagur 4 á Aflagranda 40, 28 nóvember.
Jólaskákmót Vinaskákfélagsins 5 desember.
Jólaskákmótið á Kleppi 12 desember.
Páskaskákmót Vinaskákfélagsins 27 mars 2023.

Sjá öll úrslit skákmóta Vinaskákfélagsins tímabilið 2022-2023.

https://www.vinaskak.is/dagskra/urslit-skakmota/

Heimasíða félagsins:

Ákveðið var að setja inn á vefsíðuna þann möguleika að félagar geti sett inn / skrá sínar skákir og er þetta verkefni í þróun (skákforrit) og var vonin sú að það væri hægt að ljúka því fyrir 20 ára afmæli félagsins sem líklega verður haldið um mánaðarmótin maí /júní 2023.

Heimasíða félagsins er: www.vinaskak.is

Kveðja, Hörður Jónasson
Forseti Vinaskákfélagsins