Hópmynd af Jólaskákmót á Kleppi 2016

Styrktarreikningur

Vinaskákfélagið er eitt skemmtilegasta skákfélag landsins og er eitt af markmiðum þess að efla skáklíf meðal fólks með geðraskanir. Við erum með skákmót í Vin batasetur Rauða krossins að Hverfisgötu 47. Þá hafa félagar í Vinaskákfélaginu verið með skákæfingar á miðvikudögum í Vin. Þar koma einstaklingar frá athvörfum og búsetukjörnum til að tefla.

Skák er góð íþrótt til að einbeita sér. Margir sem koma í Vin eru öryrkjar eða eru bara einir heima og vantar félagskap.

Á þriðjudögum fara síðan félagar í Hlutverkasetrið þar sem margt af yngra fólkinu er samankomið t.d. frá athvörfum og búsetukjörnum og þar erum við með skákskýringar og teflum við fólk.

Svo er Vinaskákfélagið með sérstakt jólaskákmót á Kleppi árlega í desember, þar sem keppa fyrir utan Vinaskákfélagið, deildir frá Kleppi, geðdeild Landsspítalans og frá hinum ýmsum athvörfum og búsetukjörnum.

Ennfremur teflum við á Íslandsmóti skákfélaga sem er dýrt að taka þátt í. 

Þar sem Vinaskákfélagið er ekki með þátttökugjöld á skákmótum þurfum við þína aðstoð við að halda úti þetta góða skákfélag.

Ef þú sérð að þú getir séð af nokkrum krónum til styrktar okkur, þá tökum við, við framlögum á reikningi 0133-26-012306 og Kennitala okkar er 630913-1010.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, þá endilega hafið samband við:

Róbert Lagerman forseti Vinaskákfélagsins S: 696-9658

Hörður Jónasson varaforseti S: 777-4477