Sigurvegarar Crazy Culture mótsins 20 sept. 2019

Vignir Vatnar vann Crazy Culture skákmótið.

 Það var mikið fjör í dag 20 september, þegar Vinaskákfélagið hélt Crazy Culture skákmótið í Vin batasetur.
Alls komu 18 skákmenn og þar af voru 6 skákmenn með yfir 2000 skákstig. Þetta er sterkasta skákmót sem Vinaskákfélagið hefur haldið um langt skeið, alla vega á þessu ári. 
Þetta mót var haldið í tilefni þess að klikkaðir menningardagar voru á vegum Reykjavíkurborgar. 

Tefldar voru 6 umferðir með 4 + 2 min, á skák.
Skákstjórar voru Róbert Lagerman og Hörður Jónasson
Mótið var reiknað til hraðskákstiga Fide.  

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir fv. Framkvæmdastýra Geðhjálpar lék fyrsta leikinn hjá Tómasi Ponzi, en Róbert Lagerman lék svo fyrsta leikinn fyrir Vignir Vatnar.

Anna og Róbert leika fyrsta leikinn

Þess má geta að Geðhjálp styrkti þetta mót og mun styrkja líka Geðheilbrigðis mótið sem verður haldið 10 október.
Við í Vinaskákfélaginu þökkum Geðhjálp og Önnu kærlega fyrir það. 

Sigurvegarinn á mótinu varð Vignir Vatnar Stefánsson með 5,5 vinning af 6 möguleikum.

1. Sæti. Vignir Vatnar Stefánsson

Annar varð Róbert Lagerman með 4,5 vinning.

2. Sæti. Róbert Lagerman

Þriðji varð Ólafur Thorsson með sama vinningsfjölda eða 4,5 vinning en lægri á stigum. 

3. Sæti. Ólafur Thorsson

Glæsilegir vinningar voru og einnig var Vinaskákfélagið með stórglæsilega köku sem skákmenn og gestir í Vin hámuðu í sig. 

Vinaskákfélagið þakkar öllum sem mættu á mótið.

Kveðja,
Hörður Jónasson
Varaforseti Vinaskákfélagsins.

Hörður Jónasson skákstjóri

x

Við mælum með

Páskaskákmót Vinaskákfélagsins 25 mars 2024.

Páskaskákmót Vinaskákfélagsins verður haldið í Vin, Hverfisgötu 47 í Reykjavík, mánudaginn 25 mars kl. 13:00. ...