Skákhof Vinaskákfélagsins í Vin.

Uppgjör

Ársreikningur Vinaskákfélagsins fyrir starfsárið 2017.

Rekstrartekjur: 

Félagsgjöld125.500 kr.
Skákmót7.000 kr.
Sjá skýringarStyrkir390.000 kr.
Tekjur samtals522.500 kr.

Rekstrargjöld:

Skákvörur88.262 kr.
Sjá skýringarSkákmót200.000 kr.
Vefsíða22.762 kr.
Sjá skýringarKaffi og fl.81.514 kr.
Verðlaun55.870 kr.
Gjöld samtals448.408 kr.

Fjármagnstekjur og gjöld:

Vaxtatekjur198 kr.
Bankakostnaður3.769 kr.
SamtalsHagnaður / Tap70.521 kr.

Skýringar:

StyrkirStyrkur frá Geðhjálp100.000 kr.
Styrkur frá Velferðaráðun.250.000 kr.
Aðrir styrkir40.000 kr.
Samtals390.000 kr.
SkákmótÍslandsmót skákfélaga190.000 kr.
Hraðskákkeppni skákf.10.000 kr.
Samtals200.000 kr.
Kaffi ofl.Íslandsmót Skákfélaga 201627.350 kr.
Íslandsmót Skákfélaga 201733.400 kr.
Aðrir kaffi reikningar20.764 kr.
Samtals81.514 kr.

Efnahagsreikningur:

Eignir:Bankareikningur101.210 kr.
10 DGT 2010 skákklukkur88.262 kr.
8 aðrar skákklukkur1.000 kr.
Töfl8.500 kr.
Skákborð10.500 kr.
Sýningarborð3.000 kr.
Glerskápur2.500 kr.
Bækur31.000 kr.
Tímarit50.000 kr.
Samtals eignir295.972 kr.
Skuldir:Skuldir0 kr.
Samtals skuldir0 kr.
Skuldir / eigið fé295.972 kr.

 

Skýrsla stjórnar á aðalfundi félagsins 14 maí 2018.

Góðan daginn félagar.

Þessi skýrsla stjórnar nær frá aðalfundi 4 maí 2017 til aðalfundar 14 maí 2018.

Margt hefur verið gert á þessum tíma og hefur Vinaskákfélagið verið virkt á tímabilinu. Breytingar urðu á stjórn félagsins á aðalfundi 4 maí 2017.

Nýr Ritari var kosinn Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, en fv. Ritari fór í Varamann 1. Varamaður 2 var síðan kosinn Þorvaldur Ingveldarson.

Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir eða Varaforseti Hörður Jónasson, Gjaldkeri Héðinn Briem og meðstjórnandi Ingi Tandri Traustason. Forseti félagsins þarf ekki að kjósa nema á 2 ára tímabíli og þurfti ekki að kjósa hann 2017.

Nokkrir nýjir félagar komu inn í Vinaskákfélagið á tímabilinu og er félagatalið núna 103 félagar.

2 félagar okkar eða Forseti vor Róbert Lagerman var endurkjörinn sem Ritari á aðalfundi Skáksambandsins þann 27 maí 2017. Á sama fundi var varaforseti Hörður Jónasson kjörinn varamaður 4.

Í byrjun tímabilsins voru miklar áhyggjur stjórnarmanna af miklum skuldum Vinaskákfélagsins og lögðu menn höfuðið í bleyti hvað væri til ráða.

Varaforseti kom með þá tillögu að sækja um styrk hjá Geðhjálp og í framhaldi að halda fjöltefli þar sem fólk frá athvörfum og eða búsetukjörnum tækju þátt. Á stjórnarfundi sem haldið var 12 júní var samþykkt að varaforseti skyldi sækja um styrk hjá Geðhjálp að upphæð 100.000 kr., og var styrkveitingin samþykkt hjá Geðhjálp. Styrkurinn var þó skilyrtur að hann færi í undirbúning fjölteflisins.

Við undirbúningin þá voru keyptar 10 skákklukkur (2 stjórnarmenn keyptu síðan 2 klukkur af félaginu, þannig að félagið fékk 8 skákklukkur).

Fjöltefli Geðhjálpar og Vinaskákfélagsins fór svo fram 21 ágúst 2017 og tókst vel.

Áfram var haldið með áskriftarkerfi Hollvina á tímabilinu, en það hófst um jólin 2016. Núna á vormánuðum kom svo í ljós að áskriftarkerfið var að hruni komið, þar sem áhugi var engin og var ákveðið á stjórnarfundi 5 apríl að hætta með það.

Þar sem styrkurinn frá Geðhjálp var skilyrtur, þá þurfti Vinaskákfélagið enn á rekstrarfé að halda og komu Forseti félagsins Róbert Lagerman og Verndari Hrafn Jökulsson, sumarið 2017 að máli við þáverandi Heilbrigðisráðherra Óttarr Proppe og sóttu um styrk hjá Velferðaráðuneytinu. Það var svo í Október 2017 sem gleðilegt svar kom og fengum við styrk að upphæð 250.000 kr., sem kom sér vel.

Að lokum í sambandi við styrk umsóknir, þá sótti stjórn félagsins um styrk til Velferðasviðs Reykjavíkurborgar fyrir 1 október 2017. Svar kom seinni hluta febrúar og fengum við styrk að upphæð 200.000 kr.

Þess má geta að 16 apríl 2018 barst Vinaskákfélaginu höfðingleg bókagjöf, en það eru margir árgangar af Tímaritinu Skák sem Róbert Gestsson átti og batt inn, en hann var mikill áhugamaður um skák. T.d. var í því fyrsti árgangur Tímaritinu skákar árið 1947. Dætur hans Ingveldur, Guðný og Kristín gáfu okkur tímaritin með von um að félagið okkar gæti nýtt sér það.

Þá er komið að skákmótum og viðburðum félagsins tímabilið maí 2017 til maí 2018.

Fyrsta skákmótið var Opna Meistarmótið í hraðskák sem haldið var í Vin, Hverfisgötu 47. Fjöldi manns tók þátt í mótinu eða 26 manns, en það var haldið bæði úti og inn í Vin í góðu veðri. Róbert Lagerman er hraðskákmeistari félagsins. Næsta mót var svo Geðhjálparmótið 21 ágúst 2017 sem var haldið í húsnæði Geðhjálpar, en eins og áður segir tóku fólk frá athvörfum og Búsetukjörnum þátt, en stjórnarmennirnir Hörður og Hjálmar tefldu við þá.

Á haustmánuðum 2017 kom til tals milli stjórnar félagsins og Arnljótar Sigurssonar félagi í Vinaskákfélaginu og starfsmaður á Hotel Hlemmi Square hvort Vinaskákfélagið gæti haldið hraðskákmót á Hlemmi Square. Voru haldin 3 skákmót á Hlemmi Square fyrir jól 2017. Ekki varð framhald á mótaröðinni eftir áramótin, þar sem Arnljótur flutti sig á annan bar. Það kemur svo í hlut nýrrar stjórnar / mótanefndar hvort þetta verður endurvakið næsta haust, en þessi mót tókust mjög vel og var t.d. á síðasta mótinu 27 manns.

Fyrir utan þetta þá hélt Vinaskákfélagið 2 mót í Vin þ.e. Haustmótið og Jólaskákmótið. Á Haustmótinu þá sigraði Jón Torfason sem var að koma aftur að tefla fyrir félagið eftir langt hlé. Á jólamótinu sigraði forseti vor Róbert Lagerman.

Eitt af því sem Vinaskákfélagið sér um ásamt Taflfélagi Reykjavíkur er Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið, en það var haldið í kringum alþj.lega geðheilbrigðis daginn sem er 10 október. Mótið 2017 var haldið 12 október í húsnæði TR.

Annað sem Vinaskákfélagið er hvað stoltastur af að halda ásamt Hróknum, er Jólaskákmótið á Kleppi, en það er haldið oftast síðustu vikuna fyrir jól. Á því móti keppir fyrir utan Vinaskákfélagið, deildir frá kleppi, athvörfum og búsetukjörnum og einnig geðdeild Landsspítalans. Keppt er í 3 manna liðum og er þetta eitt af skemmtilegustu skákmótum ársins.

Eitt aðalskákmótið sem Vinaskákfélagið tekur þátt í á ári hverju er Íslandsmót skákfélaga, en þar koma fram frá öllu landinu milli 300 til 400 skákmenn og konur. Vinaskákfélagið tefldi fram 3 sveitum, en A sveitin tefldi í 2 deild og náði 3 sætinu. B sveitin tefldi í 3 deild og varð í 5 sæti og C sveitin tefldi í 4 deild og varð í miðjum hópi skáksveita. Íslandmótið er teflt í 2 hlutum þ.e. á haustin og vorin eða oftast í Okt., og mars.

Eftir áramótin voru haldin 3 skákmót í Vin eða Nýársskákmótið 8 janúar sem Jón Torfason sigraði á, Friðriksmótið sem var haldið 29 janúar, sem Róbert Lagerman sigraði á og svo Páskamótið 9 apríl sem Patrick Karcher sigraði á.

Aftur á mótið var frestað að halda Meistaramótið í Atskák sem átti að vera í febrúar 2018 og kemur það í hlut nýrrar mótanefndar að skoða það hvenær hægt er að halda það. Að lokum má nefna það að í ár 2018, er afmælisár Vinaskákfélagsins en þá er félagið 15 ára. Félagið var s.s. stofnað árið 2003.

Kveðja Varaforseti Hörður Jónasson.