Skákhof Vinaskákfélagsins í Vin.

Uppgjör

Ársreikningur Vinskákfélagsins fyrir starfsárið 2018.

Rekstrartekjur.20182017
Félagsgjöld22.000 kr.125.500 kr.
Skákmót0 kr.7.000 kr.
Afmæli Vinaskákfélagsins12.500 kr.0 kr.
Sjá skýringar.Styrkir238.000 kr.390.000 kr.
Tekjur samtals272.500 kr.522.500 kr.
Rekstrargjöld.20182017
Sjá skýringarSkákmót135.000 kr.200.000 kr.
Skákvörur0 kr.88.262 kr.
Vefsíða22.762 kr.22.762 kr.
Sjá skýringarKaffi ofl.18.650 kr.81.514 kr.
Verðlaun46.710 kr.55.870
Afmæli Vinaskákfélagsins20.000 kr.0 kr.
Skemmtikvöld Vinaskákfélagins8.500 kr.0 kr.
Gjöld samtals251.622 kr.448.408 kr.
Fjármagnstekjur og gjöld.20182017
Vaxtatekjur111 kr.198 kr.
Bankakostnaður1.769 kr.3.769 kr.
SamtalsHagnaður / Tap19.220 kr.70.521 kr.
Skýringar.2018
StyrkirStyrkur frá Reykjavíkurborg200.000 kr.
Aðrir styrkir38.000 kr.
Samtals238.000 kr.
SkákmótÍslandsmót Skákfélaga95.000 kr.
Stofan10.000 kr.
Minningarskákmót30.000 kr.
Samtals135.000 kr.
Kaffi ofl.Íslandsmót Skákfélaga13.150 kr.
Aðrir kaffi reikningar5.500 kr.
Samtals18.650 kr.
Efnahagsreikningur.20182017
Eignir:Bankareikningur 31/12.92.692 kr.101.210 kr.
10 DGT 2010 skákklukkur0 kr.88.262 kr.
9 DGT 2010 skákklukkur65.534 kr.0 kr.
Aðrar skákklukkur1.000 kr.1.000 kr.
Taflmenn8.500 kr.8.500 kr.
Skákborð10.500 kr.10.500 kr.
Sýningarborð2.500 kr.3.000 kr.
21 Myndarammar8.400 kr.0 kr.
Glerskápur2.500 kr.2.500 kr.
Bækur25.575 kr.31.000 kr.
Tímaritið New in Chess33.000 kr.0 kr.
Tímaritið skák45.000 kr.50.000 kr.
Samtals eignir295.201 kr.295.972 kr.
Skuldir:Skuldir97.700 kr.0 kr.
Samtals skuldir97.700 kr.0 kr.
Skuldir / eigið fé197.501 kr.295.972 kr.

 

Skýrsla stjórnar á aðalfundi félagsins 2 maí 2019.

Góðan daginn félagar.

Þessi skýrsla stjórnar nær frá aðalfundi 14 maí 2018 til aðalfundar 2 maí 2019.

Aðalfundur félagsins var haldin 14 maí 2018. Helstu breytingar á stjórn félagsins eru þessar:
Forseti félagsins Róbert Lagerman var endurkjörinn til næstu 2ja ára.
Aðrir stjórnarmenn eru kjörnir til 1 árs í senn. Varaforseti Hörður Jónasson var endurkjörinn, eins og Ritari Hjálmar Hrafn Sigurvaldason, einnig Gjaldkeri Héðinn Briem.
Nýjir sem kom inn eru meðstjórnandi Elvar Örn Hjaltason en Ingi Tandri Traustason gaf ekki kost á sér. Varamenn eru: Aðalsteinn Thorarensen og Jóhann Valdimarsson sem kemur nýr inn.

Nokkur vankvæði voru á Aðalfundinum þar sem gjaldkeri mætti ekki og var ársreikningurinn því ekki tilbúinn til samþykktar. Þessum lið var frestað og ákveðið var að reikningarnir yrðu settir á stjórnargrúbbuna og í tölvupósti til stjórnarmanna.

Þá var samþykkt að breyta 7 gr. Laga Vinaskákfélagsins, þar sem búið var að ákveða að hætta með áskriftarkerfi Hollvina og í kjölfarið var sjálfhætt Facebook síða Hollvina.

  1. gr. Hljóðar þá svona:

Vinaskákfélagið skal vera með bankareikning. Ekkert árgjald er og Vinaskákfélagið er ekki með þátttökugjöld á mánudags skákmótum í Vin, Hverfisgötu 47, 101 Reykjavík. Aftur á móti geta meðlimir styrkt félagið með frjálsum framlögum  á heimasíðu þess undir linknum „Styrktarreikningur“.

Nokkrir breytingar urðu á félagatalinu á tímabilinu, en núna eru félagar 100 talsins.

2 félagar okkar eða Forseti vor Róbert Lagerman var endurkjörinn sem Ritari á aðalfundi Skáksambandsins 2018. Á sama fundi var varaforseti Hörður Jónasson kjörinn varamaður 4.

Mikil gróska var í starfsemi Vinaskákfélagsins sumarið 2018, enda var þetta afmælisár, en Vinaskákfélagið varð 15 ára. Hrafn Jökulsson verdari félagsins kom með þá tillögu að Vinaskákfélagið skyldi halda 3 minningarskákmót um sumarið og í því sambandi kom hann með 1 verðlaun sem voru glæsileg eða Ferð til Grænlands með Iceland air connect. Einnig lagði hann til sjálfur 30.000 kr. til annarra verðlauna.

Ákveðið var að búa til sérstaka töflu s.s. Grand Prix tafla, þar sem skákmenn fengu stig eftir því í hvað sæti þeir urðu.

Þessi minningarskákmót voru til heiðurs Björn Sölva, Jorge Fonseca og Hauk angantýssonar.

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund eða 11 júní 2018, var ákveðið að Forseti félagsins skyldi ná í Prókúru á reikningi félagsins eins og lög gera ráð fyrir og vara til taks ef gjaldkeri getur ekki sinnt því. Eftir að forseti tók við Prókúru hafa reikningar félagsins verið í góðum málum. Ákveðið var að halda afmælisskákmót Vinaskákfélagsins 24 september 2018.

Sá sorglegi atburður var á árinu að góður félagi okkar Haukur Halldórsson lést um aldur fram þann 7 júlí, hann var því aðeins 51 árs. Hans var minnst t.d. hélt varaforseti minningargrein um hann á heimasíðu félagsins: http://www.vinaskak.is/minningargrein-um-hauk-halldorsson/

Styrkir sem félagið fékk voru: Seinni hluti styrksins frá Velferðasviði Reykjavíkurborgar kom í september eða 100.000 kr. Þá sótti Forseti félagsins um 250.000 kr. styrk hjá Landsbanka Íslands og fengum við hann í byrjun janúar 2019. Sótt var aftur um styrk hjá Velferðasviði Reykjavíkurborgar og fengum við 100.000 kr., sem er skipt í 2 hluta eða 50.000 kr. núna í mars 2019 og seinni hluti verður svo í september 2019.

Þess má geta að á árinu 2018 fengu við glæsilega bókagjöf með milligöngu Aðalsteinn Thorarensen sem hafði samband við Júlus Friðjónsson skákmann.

Þá er komið að skákmótum og viðburðum félagsins tímabilið maí 2018 til maí 2019.

Fyrsta skákmótið var fyrsta Minningarskákmótið af 3 eða Minningar skákmótið um Björn Sölva 28 maí. Gauti Páll Jónsson sigráði á því móti.

Næsta minningar skákmótið var haldið 25 júní til minningar um Jorge Fonseca og sá sem sigraði á því móti var Guðmundur Kjartansson. 3ja og síðasta minningar skákmótið var haldið 20 ágúst 2018 til minningar um Hauk Angantýssonar og sá sem sigraði þar var Guðni Pétursson.

Eftir þessi 3 skákmót og útreikningar á Grand Prix töflunni, þá var það Guðni Pétursson sem sigraði með 29 stigum en Róbert Lagerman í 2 sæti með 27 stig.

Opna Meistarmótið í hraðskák var haldið í Vin, Hverfisgötu 47 eins og venjulega að sumarlagi en það var haldið núna 2 júlí á afmælisdegi Varaforseta félagsins Harðar Jónassonar. Tefldar voru 6 skákir með tímanum 4 + 2 mín, en venjulega eru skákmót Vinaskákfélagsins með 7 mínútur. 17 manns mætttu, en oft hefur þetta verið fjölmennasta mót ársins hjá Vinaskákfélaginu. Sigurvegari var Róbert Lagerman og er hann því Hraðskákmeistari Vinaskákfélagsins 2018.

Elvar Örn nýji stjórnarmaðurinn hafði áhuga á að halda skákmót í Stofunni og voru 2 mót haldin, annað 15 ágúst og hitt 3 desember. Fjölmenni var á þeim og sérstaklega á seinni mótið í desember. Þá mættu 29 manns.

Eitt af því sem Vinaskákfélagið sér um ásamt Taflfélagi Reykjavíkur er Alþjóðlega Geðheilbrigðis skákmótið, en það var haldið í kringum alþj.lega geðheilbrigðis daginn sem er 10 október. Mótið 2018 var haldið 10 október í húsnæði TR.

Annað sem Vinaskákfélagið er hvað stoltastur af að halda ásamt Hróknum, er Jólaskákmótið á Kleppi, en það er haldið oftast síðustu vikuna fyrir jól. Á því móti keppir fyrir utan Vinaskákfélagið, deildir frá kleppi, athvörfum og búsetukjörnum og einnig geðdeild Landsspítalans. Keppt er í 3 manna liðum og er þetta eitt af skemmtilegustu skákmótum ársins.

Eitt aðalskákmótið sem Vinaskákfélagið tekur þátt í á ári hverju er Íslandsmót skákfélaga, en þar koma fram frá öllu landinu milli 300 til 400 skákmenn og konur. Vinaskákfélagið tefldi fram 2 sveitum, en A sveitin tefldi í 2 deild og B sveitin tefldi í 3 deild. Því miður féll A sveitin niður í 3 deild, en B sveitin hélt sér þó naumlega.

Íslandmótið er teflt í 2 hlutum þ.e. á haustin og vorin eða oftast í Okt., og mars.

Minningarskákmót var svo haldið fyrir félaga okkar sem lést fyrir aldur fram hann Haukur Haldórsson 10 desember í Vin. Það var jafnframt Jólamót félagsins. Sigurvegari á því móti var Gunnar Freyr Rúnarsson.

Eftir áramótin voru haldin 2 skákmót í Vin eða Nýársskákmótið 7 janúar sem Gauti Páll Jónsson sigraði á og svo Páskamótið 1 apríl sem Róbert Lagerman sigraði á.

Aftur á mótið var enn og aftur frestað að halda Opna Meistaramótið í Atskák sem átti að vera í febrúar 2019. Engin ákvörðun er um framhald á því.

Kveðja Varaforseti Hörður Jónasson.