Heimsókn á Aflagranda 40

Heimsókn Vinaskákfélagsins í þjónustmiðstöð aldraða að Aflagranda 40.

Vinaskákfélagið heimsótti í dag 21 febrúar 2022 og færði félagsmiðstöð aldraða að Aflagranda 40 góða gjöf. Félagið kom færandi hendi með töfl og skákklukku. Þetta var fjórða heimsókn félagsins, en áformað er að heimsækja fleiri staði á árinu 2022.

Covid-19 veiran hefur tafið þessar heimsóknir, nú verður vonandi hægt að fara í fleiri heimsóknir.

Tekið var vel á móti varaforsetanum Herði Jónassyni á Aflagranda og tók Sigríður Guðný Gísladóttir forstöðukona á móti mér.

Í framhaldinu mun Vinaskákfélagið vera með leiðbeinandi starf og kennslu og mun tefla við félagsmenn á staðnum einu sinni í viku.

Ástæða þess að Vinaskákfélagið ákveður að gefa Búsetukjörnum, geðdeildum og Athvörfum, töfl, skákklukkur og skákbækur er til að efla skáklíf meðal fólks með geðraskanir og fá það til að vera í meiri félagskap við hvert annað. Skák er góð íþrótt til að fá fólk til að einbeita sér. Nú var bætt við þjónustumiðstöð aldraða að Aflagranda 40.

Sumarið 2020 samdi Vinaskákfélagið við Skáksambandið að það gæfi skáksett og skákklukkur í þetta verkefni og vill Vinaskákfélagið þakka þeim kærlega fyrir þeirra þátt í þessu.

Kveðja, Hörður Jónasson varaforseti Vinaskákfélagsins.

x

Við mælum með

Árshátíð Vinaskákfélagsins 2022.

Árshátíð Vinaskákfélagsins verður haldin á veitingastaðnum Hereford steikhús á laugarvegi, föstudagskvöld, kl. 19:30. Þriggja rétta ...