Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins

When:
30. janúar, 2020 @ 19:30 – 22:00
2020-01-30T19:30:00+00:00
2020-01-30T22:00:00+00:00
Where:
Skákskólinn
Faxafeni 12 108 Reykjavík.

Skemmtikvöld Vinaskákfélagsins verður haldið fimmtudaginn 30 Janúar 2020 í skákskólanum Faxafeni 12 (Skáksambandið) og hefst klukkan 19:30, stundvíslega.

Dagskrá kvöldsins er glæsileg:
Omar Salama verður með mjög fróðlegan skák-fyrirlestur. Omar hefur víðtæka reynslu sem skákþjálfari, og er einn virtasti skákdómari í skák-heiminum í dag.
Gómsætar veitingar koma frá Myllunni, þar sem hinn þekkti og geðþekki skákmaður Þorvarður F. Ólafsson hefur starfað í mörg ár. Einnig verður heitt á könnunni, ásamt vel kældum gosdrykkjum.

Að sjálfsögðu verða töfl á staðnum og geta gestir gripið í skák.
Ókeypis er inn á skemmtikvöldið, en frjáls framlög eru vel þegin.
Allir hjartanlega velkomnir.
Við erum ein fjölskylda.

Skrifa svar

Netfangið verður ekki notað í öðrum tilgangi.Fylla þarf út sérmerkta reiti *

*